-Auglýsing-

Það er opinbert: Ísland er best í heimi

Ísland er efst á lista yfir þjóðir þar sem fólk lifir lengi og er hamingjusamt. Þetta er niðurstaðan af mælingum breska velferðarsetursins “The European Happy Planet Index” sem mælir kolefnisnýtingu ríkja, hversu ánægðar þjóðir er með lífið og hve lengi fólk getur vænst þess að lifa. Almennt mælast Evrópuríki verr á vegi stödd að þessu leyti en fyrir fjörutíu árum.

“Lönd eins og Ísland sýna fram á að hamingjan þarf ekki að vera á kostnað jarðarinnar,” segir Nic Marks, í samtali við breska blaðið Guardian. “Ísland sameinar sterkar félagslegar áhrslur og víðtæka notkun endurnýjanlegra orkugjafa og sýnir þannig fram á að við þurfum ekki að fórna mannlegri velferð til þess að lifa innan þess ramma sem umhverfismálin setja okkur.”

-Auglýsing-

Eins og oft áður raða Norðurlöndin sér efst á listann yfir þær þjóðir sem standa best. Svíþjóð er í öðru sæti, Noregur í þriðja, Sviss er í fjórða, Kýpur í fimmta og Danmörk í sjötta. Eisland er hins vegar í 30. og neðsta sæti, aðeins neðar en Lúxemborg, Búlgaría, Grikkland og Ungverjaland. Bretland í því 21., einu sæti neðar en Rúmenía.

Andrew Simms, sem annaðist umhverfisrannsóknarþátt verkefnisins, segir að löndum sem leggja sterkustu áhersluna á markaðshagkerfi farnist verst í mælingunni. “Hvaða máli skiptir það að brenna jarðefnaeldsneyti í stórum stíl, og kaupa fleiri hluti og stunda meiri neyslu ef það virðist engu skipt fyrir velferð okkar?” spyr hann.

Og í Guardian er því haldið til haga að Íslendingar nýti eigin endurnýjanlega orkugjafa og að ríkisstjórn landsins setji meira fé í heilbrigðisþjónustu en nokkuð annað land í Evrópu.

www.eyjan.is 16.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-