-Auglýsing-

Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður er látinn

Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður er látinn. Hann var í fjallgöngu í gærmorgun ásamt eiginkonu sinni og fleirum við Kaldbak, sunnan Þingeyrar við Dýrafjörð, þegar hann fékk hjartaáfall. Flogið var með hann í þyrlu til Ísafjarðar, þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.

Einar Oddur var fæddur 26. desember 1942. Foreldrar hans voru Kristján Ebenezersson skipstjóri og María Jóhannsdóttir símstöðvarstjóri. Einar Oddur vann skrifstofustörf frá 1961 og var framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf frá 1968. Hann var stjórnarformaður Hjálms hf, Vestfirsks skelfisks hf og Kambs hf. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum jafnt heima í héraði sem á landsvísu. Meðal annars sat hann í hreppsnefnd Flateyrar um 12 ára skeið frá 1970 til 1982.

Einar Oddur var kjörinn alþingismaður Vestfjarðakjördæmis 1995 til 2003 og Norðvesturkjördæmis frá 2003 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Oddur var í forystusveit vinnuveitenda, gegndi stjórnarstörfum og formennsku í félögum þeirra og samtökum um árabil. 1988 var Einar Oddur skipaður formaður efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar. 1989 varð hann formaður Vinnuveitendasambands Íslands og var einn þeirra manna sem mestan þátt áttu í að koma á þjóðarsáttarsamningunum 1990 en þeir mörkuðu tímamót í baráttu við mikla verðbólgu sem þá hafði geisað og að koma á stöðugleika í efnahagskerfi landsins.

Eftirlifandi eiginkona Einars Odds Kristjánssonar er Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur, þau eignuðust þrjú börn.

www.ruv.is 15.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-