-Auglýsing-

Ný lifur bjargaði barninu þeirra

„Það er skiljanlegt að fólk geti ekki hugsað sér að líffæri úr barni þess séu tekin. Það vekur samt eina spurningu. Ef barnið þitt þyrfti á líffæri að halda til að lifa, myndir þú þá þiggja líffæri úr öðru barni?” segir Fjóla Ævarsdóttir, móðir drengs á þriðja ári sem þurfti nýja lifur til að halda lífi. Oft geta börn ekki þegið líffæri úr öðrum en látnum börnum. Fjóla segist heppin þar sem hún gat gefið syni sínum hluta sinnar lifrar.

Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga, segir þörf fyrir líffæragjöf að aukast. Hann tekur sem dæmi að margir þeirra sem nú bíði eftir nýra hafi áður þegið nýra. Ígrædd líffæri hafi yfirleitt ekki langa endingu. Ekki séu alltaf ættingjar til staðar sem geti gefið líffæri. Aukin þörf sé því á gjöfum úr látnum. Hingað til hafa Íslendingar verið tregir til að samþykkja líffæragjöf úr látnum ættingjum. Hér á landi er gert ráð fyrir ætlaðri neitun fólks um líffæragjöf, undirritun líffæragjafakorta hefur ekkert lagalegt gildi. Runólfur segir aukna umræðu og endur­skoðun laga nauðsynlega.

Fréttablaðið 14.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-