-Auglýsing-

Lífrænt betra fyrir hjartað?

Lífrænt ræktað grænmeti og ávextir gætu verið betri fyrir heilsuna en það sem ekki er ræktað lífrænt, eftir því sem segir á vefmiðli BBC. Í rannsókn sem stóð yfir í 10 ár voru lífrænt ræktaðir tómatar bornir saman við aðra og sýndi sig að í þeim lífrænt ræktuðu fannst allt að helmingi meira af andoxunarefnunum flavonoids. Það hefur sýnt sig að flavonoids draga úr háum blóðþrýstingi og eru því talin draga úr hættu á hjartasjúkdómum og -áföllum.

Talið er að ástæða þess að svo mikið finnst af flavonoids í lífrænt ræktuðum tómötum, liggi í því að í jarðvegi þar sem lífræn ræktun er stunduð, er minna af köfnunarefni þar sem þar ekki er notaður tilbúinn áburður. Virðist framleiðsla andoxunarefnanna virðist fara af stað sem ek. varnarviðbrögð við skorti á köfnunarefni. En flavonoids hafa verið talin draga úr hættu á vissum gerðum krabbameins og elliglapa.

Vert er að taka fram að bent hefur verið á að engar beinar sannanir séu enn fyrir því að lífrænt ræktaður matur sé heilnæmari en annar, til þess þurfi ítarlegri rannsóknir. Vissulega hafi verið sýnt fram á að lífrænt ræktaður matur hafi ekki nákvæmlega sömu samsetningu næringarefna, en þar með sé hann ekki endilega betri. Í því samhengi er bent á að nýleg rannsókn sýni fram á að lífræn mjólk innihaldi meira af ómega-3-fitusýrum en önnur mjólk, en að þær fitusýrur virðist ekki hafa sömu hollustueiginleika og ómega-3-fitusýrur sem eingöngu finnast í feitum fiski.

Morgunblaðið 13.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-