-Auglýsing-

Testósterónið hjartastyrkjandi

Konur sem hafa gengið í gegnum tíðahvörf og hafa lítið af karlhormóninu testósteróni í líkamanum, eru líklegri en aðrar til að þróa með sér hjartasjúkdóma, að því er belgísk rannsókn leiðir í ljós og greint var frá á vefmiðli BBC.

Rannsakendur voru með 112 kvenna úrtak. Helmingur kvennanna átti við vandamál að stríða, sem tengdust fituhrörnun slagæða, sem er gjarnan undanfari hjartasjúkdóma, og reyndust þessar konur að sama skapi hafa lágt hlutfall testósteróns. Niðurstöðurnar voru birtar í European Journal of Endocrinology og kallað var eftir frekari rannsóknum á tengslum hormóna og hjartasjúkdóma, sem nú eru algengasta dánarorsök breskra kvenna. Nærri lætur að hjarta- og blóðrásarsjúkdómar leggi um eitt hundrað þúsund konur að velli ár hvert.

Hætta á að þróa með sér hjartasjúkdóma eykst verulega eftir tíðahvörf hjá konum. Þrátt fyrir að testósterónið sé allajafna tengt karlmönnum framleiða konur einnig þetta karlhormón, aðallega í eggjastokkum og nýrnahettum. Hormónabreytingar samfara tíðahvörfum hafa áhrif á framleiðslumagnið.

Þekkt er að testósterónið gegnir grundvallarhlutverki bæði í karlmönnum og kvenmönnum, svo sem við að halda við vöðvastyrk og beinaþéttleika. Rannsakendur við Free-háskólann í Brussel segja á hinn bóginn að testósterónið gegni fleiri hlutverkum, svo sem að bæla niður merki, sem valda bólgum í slagæðavegg.

www.mbl.is. 17.07.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-