-Auglýsing-

Tengsl milli erfiðisvinnu og hjarta og æðasjúkdóma

iStock 000016156725XSmallEuropean Society of Cardiology birti fréttatilkynningu á vefsíðu sinni í síðasta mánuði um niðurstöður tveggja rannsókna sem kynntar voru á ráðstefnu á vegum félagsins.  Báðar rannsóknirnar fjölluðu um fylgni milli líkamlega krefjandi starfa og hjarta- og æðasjúkdóma.

Í fyrri rannsókninni sem framkvæmd var í Grikklandi og stýrt var af Dr. Panagiotakas, voru skoðaðir 250 sjúklingar sem höfðu fengið sitt fyrsta heilaáfall og 250 sjúklingar sem höfðu fengið sitt fyrsta hjartaáfall og voru þeir bornir saman við samanburðarhóp 500 heilbrigðra einstaklinga.

-Auglýsing-

Þegar störf þátttakenda voru metin þá kom í ljós að þeir sem voru í heila- og hjartaáfallahópnum voru líklegri til að vinna erfiðisvinnu en þeir sem voru í samanburðarhópnum og eftir því sem starfið var meira líkamlega krefjandi, því meiri var áhættan. Eftir að búið var að stýra fyrir öðrum breytum eins og aldri, kyni, BMI, reykingum, blóðþrýstingi, kólestróli, sykursýki, fjölskyldusögu og mataræði þá kom í ljós að eftir því sem líkamlegt álag mældist minna í starfi (líkamlegt erfiði mælt á 9 punkta skala) þá tengdist það 20% minni líkum á því að þjást af hjarta eða heilaáfalli.

Dr. Demosthenes Panagiotakos sem stjórnaði rannsókninni, segir það ekki ljóst hvers vegna erfiðisvinna sé tengd aukinni áhættu á hjarta og æðasjúkdómum en það væri hins vegar ljóst að þessi tengsl vektu athygli á nauðsyn þess að þessi hópur fengi aukna fyrirbyggjandi meðferð í heilbrigðiskerfinu.

Þegar horft er til þess að almennt sé talað um að líkamsæfingar stuðli að bættri hjartaheilsu sagði Dr. Demosthenes Panagiotakos  að mögulega mætti rekja þessi neikvæðu áhrif til þeirrar streitu sem fólk býr við sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Streita, bætti hann við,  gæti gert það að verkum að ekki er hægt að bera saman þá sem eru líkamlega virkir í starfi og þá sem eru líkamlega virkir í heilsurækt þar sem vinnan er oft streituvaldandi en líkamsræktin streitulosandi. Að auki væri líkamlega erfið vinna oft verr launuð og það getur haft áhrif á getu fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu.

Hin rannsóknin var framkvæmd í Belgíu og Danmörku og sýndi einnig tengsl erfiðisvinnu við auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

- Auglýsing-

Í þeirri rannsókn, sem stýrt var af Dr. Els Clay, var fylgst með 14.000 miðaldra karlmönnum sem höfðu ekki sögu um hjartasjúkdóma og þeim fylgt eftir að meðaltali í þrjú ár. Eftir að stýrt var fyrir breytum eins og aldri, menntun, starfsstétt, vinnuálagi, BMI, reykingum, áfengisneyslu, sykursýki, blóðþrýstingi  og kólestróli þá kom það í ljós að í heildina hafði líkamleg virkni í frítíma jákvæð áhrif á heilsu. Það komu þó fram samvirkniáhrif sem lýstu sér þannig að líkamleg virkni í frítíma gerði það 60% ólíklegra að þeir fengju hjarta- eða æðasjúkdóma sem voru lítið sem ekkert líkamlega virkir í starfi sínu. Þessa lækkun á áhættu var þó ekki að finna hjá þeim sem unnu erfiðisvinnu og sem aftur á móti voru fjórfalt líklegri til að veikjast en hinir ef þeir stunduðu einhverskonar líkamsrækt í frítíma sínum.

Dr. Els Clay sem leiddi belgísku/dönsku rannsóknina sagði niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að frekari hreyfing í frítíma þeirra sem eru líkamlega úrvinda eftir vinnudaginn hafi ekki góð „þjálfunaráhrif“ heldur valdi þvert á móti yfirálagi á hjarta og æðakerfið. Þá benti hann á að það væri mjög mikilvægt út frá lýðheilsusjónamiðum að vita hvort ráðleggja skuli fólki að stunda hreyfingu í frítíma sínum ef það nú þegar stundar líkamlega erfiða vinnu.

Þetta er áhugaverð fréttatilkynning og niðurstöðurnar sem slíkar áhugaverðar og ítreka hóf í líkamlega álagi sem öðru. Það er hins vegar einnig talað um að það séu ekki margar rannsóknir sem hafi skoðað þetta sambandi og að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýni misvísandi niðurstöður. Fleiri rannsóknir þarf því til að skera nákvæmlega út um þetta mál og í því samhengi er mikilvægt að benda á að þessar rannsóknir eru fylgnirannsóknir og hafa alls ekkert að segja um orsök og afleiðingu. Það ber því að fara varlega í að áætla erfiðisvinnuna sem orsök sjúkdóma þar til fyrirbærið hefur verið rannsakað nánar.

Það má hinsvegar velta því fyrir sér hvort þær vísbendingar sem koma fram í þessum rannsóknum eigi líka við þegar um er að ræða endurhæfingu í kjölfar hjartasjúkdóma, hjartabilunar eða annarra veikinda. Það er vel þekkt að margir sjúklingahópar upplifa það oft að vera örmagna og væri áhugavert að skoða hvort eitthvað af því sem kemur fram í þessum rannsóknum gæti átt við þessa hópa.

Fréttatilkynninguna má finna hér: http://www.escardio.org/about/press/press-releases/pr-13/Pages/demanding-physical-work-increased-cvd-risk.aspx

Þá hefur Daily Mail fjallað um málið hér: http://www.dailymail.co.uk/health/article-2311955/Manual-work-raise-heart-disease-risk-20-cent-especially-combined-gym-work-outs.html

Og WebMD sem er upplýsingavefur um heilsu hefur einnig fjallað um fréttatilkynninguna hér : http://www.webmd.com/heart-disease/news/20130418/hard-physical-labor-may-boost-risk-of-heart-disease-stroke-studies

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-