-Auglýsing-

Gagnslaust að borða minna salt?

1377534 salt flatsLæknar á Vesturlöndum og þá ekki síst í Bandaríkjunum hafa árum saman hvatt fólk til að draga mjög úr neyslu á salti. En í nýrri skýrslu sérfræðinga á vegum Institute of Medicine, sem heyrir undir Vísindaakademíuna, er sett stórt spurningarmerki við þessa stefnu, að sögn New York Times.
Hvatt hefur verið til þess að fólk neyti í mesta lagi 1.500 milligramma af salti daglega eða rúmlega einnar teskeiðar. Þannig væri hægt að minnka hættuna á hjartaáföllum og heilablóðfalli hjá fólki í áhættuhópum, s.s. öllum yfir 50 ára aldri, blökkufólki og þeim sem þjást af háþrýstingi, sykursýki eða nýrnabilun.

Nýja sérfræðinganefndin hafði ekki það hlutverk að mæla með tiltekinni saltneyslu, hámarki eða lágmarki. En hún segir engin rök mæla með því að nokkur maður reyni að minnka dagskammtinn niður fyrir 2.300 milligrömm. Gögn sýni að mjög lítil neysla geti verið varasöm. „Þegar farið er niður fyrir 2.300 milligrömm eru ekki fyrir hendi gögn um gagnsemina og menn fara að giska á tjónið sem neyslan geti valdið í ákveðnum, afmörkuðum hópum,“ segir Brian L. Strom, prófessor í almenningsheilbrigði við Pennsylvaníu-háskóla.

Morgunblaðið 16.05.2013  

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-