-Auglýsing-

Danir þjást af hjartabilun

iStock 000017324827XSmallMargir Danir þjást að hjartabilun án þess að vita af því. Af þessum sökum fá þeir ekki viðeigandi meðferð og það kostar mannslíf. Frá þessu greinir Jyllands-Posten í dag.

Fimmti hver Dani kemur til með að upplifa að hjarta þeirra smám saman virkar ekki eins og skildi. Einkennin læðast að fólki og það getur liðið langur tími áður en það uppgötvar hvað er í gangi.

Á hverjum tíma lifa í kringum 110.000 Danir með hinn alvarlega og lífshættulega sjúkdóm hjartabilun.

Þrátt fyrir þetta þá vita flestir Danir ekki hvað hjartabilun er eða hvaða einkenni það eru sem rétt sé að hafa vakandi auga með. En þetta kemur fram í rannsókn frá dönsku hjartasamtökunum (Hjerteforetningen).

50.000 eru til meðferðar

Hjartabilun eyðileggur eiginleika hjartavöðvans til að dæla blóði um líkamann. Um 50.000 manns í Danmörku hafa fengið greiningu um hjartabilun og fá viðeigandi meðferð.

- Auglýsing-

Hinn hluti Dana sem þjáist af hjartabilun hefur færri einkenni og á á hættu að sjúkdómurinn uppgötvist ekki og þeir fái þar með ekki rétta greiningu og meðferð, jafnvel þó þessir einstaklingar séu í miklum áhættuhóp.

Dæmigerð einkenni hjartabilunar er mikil þreyta og andnauð.

Rugla einkennum saman við astma

Aðeins einn af hverjum tíu Dana þekkir áðurnefnd einkenni hjartabilunar.

Einn af hverjum fjórum rugla einkennum hjartabilunar saman við einkenni astma og meira en einn af hverjum þremur heldur að hjartabilun sé það sama og hjartstopp.

Flestir þeirra vita ekki að hjartabilun er krónískur sjúkdómur sem fylgir einstaklingnum restina af lífinu.

Meðferð er mikilvæg

Að sögn formanns dönsku hjartasamtakanna, yfirlæknisins Dr. Med. Henrik Steen Hansen, er þessi vanþekking mikið áhyggjuefni.

- Auglýsing -

Margir sjúklingar eru dagsdaglega þjakaðir að einkennum og þeir lifa styttra en aðrir. Það er því mikilvægt að fá meðferð sem fyrst bæði til að lengja lífið og til að fá með því aukin lífsgæði segir hann.

Dánartíðni þeirra sem þjást af seinni stigum hjartabilunar er há. Á móti kemur að lyfjameðferð snemma í ferlinu getur létt á hjartanu, þannig að hjartabilunin þróist ekki frekar eða seinki verulega.

Allnokkur hluti sjúklinganna geta náð því að vera einkennalausir í daglegu lífi og geta lifað áfram sem heilbrigðir einstaklingar.

Forsendan er samt að þeir komi tímanlega í meðferð, segir Henrik Steen Hansen.

Hér má sjá upprunalegu greinina í Jyllands-Posten 

Hér má svo sjá umfjöllun Dönsku hjartasamtakanna um rannsókina

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-