-Auglýsing-

Tengsl á milli kaffidrykkju og ótímabærs dauða

KaffiYfir fjórir bollar af kaffi á dag geta hækkað líkurnar á ótímabærum dauða hjá ungu fólki að sögn sérfræðinga. Rannsóknin var birt í læknaritinu Mayo Clinic Proceedings og frá henni sagt á Vísi.is í dag.

Kaffi er ómissandi þáttur í daglegu lífi fjölda fólks í heiminum en lengi hefur verið deilt um ágæti þess fyrir heilsuna.

Sérfræðingarnir, sem rannsökuðu kaffineyslu 43,727 einstaklinga á 16 árum, komust að því að líkurnar á ótímabærum dauða hækkuðu um helming ef drukknir eru 28 kaffibollar á dag. Aðeins þó hjá einstaklingum undir 55 ára aldri. Svo mikil kaffineysla hefur að sögn sérfræðingana mikil áhrif á efnaskipti líkamans og jukust líkurnar á dauða um 56 prósent hjá karlmönnum og 55 prósent hjá konum.

„Af rannsókn okkar að dæma virðist vera í lagi að drekka einn til þrjá bolla af kaffi á dag,“ sagði annar höfunda rannsóknarinnar Xuemei Sui í samtali við USA Today. „Að drekka meira en fjóra bolla á dag getur haft lífshættuleg áhrif.“ Sui, sem starfar sem aðstoðarprófessor í heilsuvísindum við Háskólann í Suður-Karólínu, segir einn bolla vera um 200 millilítra.

Hvað veldur aukinni dánartíðni hjá ungum einstaklingum er ekki fyllilega ljóst en Sui segir að koffínið hraði á hjartslætti, hækki blóðþrýsting og blóðsykur.

Rannsóknin er ekki í samræmi við fjölda annarra nýlegra rannsókna þar sem niðurstöðurnar hafa verið þær að hófleg kaffineysla geti haft jákvæð áhrif á langlífi.

- Auglýsing-

Dr. Euan Paul, framkvæmdastjóri Bresku kaffisamtakanna (e. British Coffee Association), sagði að rannsóknin hefði verið takmörkuð sem að gæti hafa skekkt niðurstöðurnar. Hann segir notkun spurningalista ónákvæma þar sem fólk á gjarnan erfitt með að rifja upp hversu marga bolla það drakk yfir vikuna. Einnig hefur komið í ljós að þeir sem drekka meira kaffi virðast einnig reykja meira og vera almennt í verra formi. „Fjölmargar rannsóknir benda til þess að kaffi sé fullkomlega öruggt til neyslu þegar það er drukkið hóflega, um fjóra til fimm bolla á dag, og sem hluti af heilbrigðu mataræði,“ fullyrti hann.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-