-Auglýsing-

Má borða ávexti á lágkolvetnamataræði? Ja…

ÁvextirKristján Már Gunnarsson læknanemi og bloggari heldur úti vefsíðunni betrinaering.is. Í þessum pistli skoðar hann ávexti og hvernig þeir passa með lágkolvetnamataræði.

Það skiptir engu hvern þú spyrð hvort ávextir séu hollir… allavega 9 af hverjum 10 munu segja já.

Nánast allir “vita” að ávextir eru hollir… eins og grænmetið, er það ekki?

Í ákveðnum hópum, hins vegar, efast sumir um hollustugildi ávaxta.

Sumir ganga jafnvel enn lengra og halda því fram að ávextir séu hreint og beint óhollir.

Þetta fólk er yfirleitt á lágkolvetnafæði og það borðar ekki ávexti vegna ákveðins eiginleika þeirra.

Umræðan um ávexti og lágkolvetnamataræði er alltaf að koma upp þannig að mér fannst tími til kominn að rýna aðeins betur í málið og skrifa um það.

- Auglýsing-

Ávextir og lágkolvetnafæði – þversögnin

Meginmarkmið lágkolvetnamataræðis er að borða sem fæst kolvetni (duh).

Það felur í sér að takmarka þær fæðutegundir sem eru kolvetnaríkar, þar á meðal þessar hefðbundnu; sælgæti, sykraða gosdrykki, rótargrænmeti eins og kartöflur, svo og kornafurðir eins og pasta og brauð.

En ávextir, þrátt fyrir hollustuna, eru líka frekar kolvetnaríkir, aðallega vegna sykranna, glúkósa og frúktósa.

Hér er listi yfir kolvetnamagn (kolvetni – trefjar) í nokkrum ávöxtum:

kolvetnamagn ávaxta

Ávextir innihalda annars vegar miklu meira af kolvetnum en lágkolvetnagrænmeti, en hins vegar mun minna en pasta og brauð.

Þú þarft að eyða kolvetnakvótanum þínum skynsamlega

Það er nauðsynlegt að hafa í huga að það eru til mismunandi útgáfur af lágkolvetnamataræði.

Hvort rétt sé að þú hafir ávexti sem hluta af mataræði þínu fer eftir nokkrum atriðum.

- Auglýsing -

Þar á meðal eru núverandi markmið, hreyfing, líkamlegt ástand og persónulegar áherslur.

Manneskja sem borðar 100 – 150 g af kolvetnum á dag getur auðveldlega borðað nokkra ávexti daglega án þess að fara yfir kolvetnakvótann sinn.

Hins vegar hefur sá sem vill halda sig undir 50 g af kolvetnum á dag til að halda líkamanum í ketónsku ástandi lítið svigrúm til ávaxtaneyslu.

Í stað þess að eyða öllum kolvetnakvótanum í 1 eða 2 ávexti daglega, er skynsamlegra að nýta hann til að borða fullt af lágkolvetnagrænmeti… sem er að auki miklu næringarríkara, per hitaeiningu.

Hvað með frúktósann?

Mikið hefur verið fjallað um skaðleg áhrif sykurs… aðallega þar sem hann inniheldur svo mikinn frúktósa.

Fyrir liggja sannanir þess efnis að ef frúktósa er neytt í óhófi geti það leitt til ýmissa vandamála, eins og offitu, sykursýki og efnaskiptasjúkdóma (1).

Hins vegar er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að frúktósi er aðeins slæmur í ákveðnu samhengi. Fyrir þá sem hreyfa sig lítið og borða kolvetnaríkt vestrænt mataræði getur frúktósi valdið skaða.

En þeir sem eru heilbrigðir, grannir og duglegir að hreyfa sig, geta leyft sér einhvern frúktósa. Í stað þess að hann breytist í fitu fer hann í að endurnýja glýkógen birgðir í lifrinni.

Ef þú borðar nú þegar hollan, náttúrulegan mat sem inniheldur mikið af prótínum og fitu, þá mun lítið magn frúktósa (úr ávöxtum) ekki valda þér skaða.

Ávextir innihalda líka trefjar, fullt af vatni og það tekur tíma að tyggja þá. Það er útilokað að borða yfir sig af frúktósa, eingöngu með neyslu ávaxta.

Slæm áhrif frúktósa eiga við frúktósa úr viðbættum sykri, ekki úr náttúrulegu fæði eins og ávöxtum. Punktur.

Hins vegar er allt annað upp á teningnum varðandi ávaxtasafa. Það eru ekki trefjar í honum og hann inniheldur svipað magn sykurs og Coca Cola. Ávextir eru í lagi, ávaxtasafi ekki.

Ávextir eru almennt hollir

Árangursríkasta leiðin til að koma líkamanum í náttúrulega ketósu og fá full áhrif af lágkolvetnafæði er að draga úr kolvetnaneyslu, helst undir 50 g á dag. Hér eru ávextir meðtaldir.

Það eru ýmsar ástæður fyrir að fólk velur þetta mataræði… sumir gera það vegna heilsufarsvandamála eins og offitu, sykursýki eða flogaveiki. Öðrum líður einfaldlega best á þessu fæði.

Það er engin ástæða til að hræðast að sleppa ávöxtum. Það eru engin næringarefni í þeim sem þú getur ekki fengið úr grænmeti.

En þó sumum á lágkolvetnafæði henti best að sleppa ávöxtum, á það ekki endilega við hin 90 og eitthvað prósentin af mannkyninu.

Fyrir hina eru ávextir holl, fersk fæða sem inniheldur trefjar, vítamín og steinefni.

Ávextir eru fyrst og fremst miklu hollari kostur en ruslfæðið sem flestir borða daglega.

Að endingu

Fólk sem er á lágkolvetnafæði vill mögulega forðast ávexti, þar sem þeir geta komið í veg fyrir ketónskt ástand.

Fyrir alla hina eru ávextir hollur kostur sem passa vel sem hluti af heilbrigðu, náttúrulegu fæði.

Þessi grein birtist upphaflega á authoritynutrition.com

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-