-Auglýsing-

Slæmur svefn hefur áhrif á hjartasjúkdóma hjá konum

iStock 000015336802XSmallSlæmur svefn getur haft slæm áhrif á þróun hjarta og æðasjúkdóma hjá konum samkvæmt rannsókn sem sagt er frá í vefútgáfu Daily Mail.

Í upphafi var farið yfir svefnvenjur og gæði um 700 manns í Bandaríkjunum og fimm árum seinna voru þær skoðaðar aftur. Rannsóknin leiddi í ljós að minna en sex klukkustunda svefn á nóttu og sérstaklega ef vaknað er of snemma, leiki umtalsvert hlutverk í bólgumyndun meðal kvenna með kransæðasjúkdóm.

Samkvæmt frétt Daily Mail voru tengsl lítillar svefngæða og bólguþátta í karlmönnum ekki skoðuð í þessari rannsókn.

Niðurstöður rannsóknarinnar sem voru kynntar í vefútgáfu Journal of Psychiartatic Reserch, koma fram vísbendingar um hver tenging svefngæða er í þróun og framgangi hjarta og æðasjúkdóma hjá konum samkvæmt höfundum greinarinnar.

“Það er vel þekkt að bólgur hafa forspárgildi þegar kemur að blóðrásarsjúkdómum“ segir aðalhöfundur greinarinnar Dr. Aric Prather, klínískur heilsusálfræðingur og aðstoðarprófessor í geðlæknisfræðum við University of California, San Francisco.
„Nú höfum við vísbendingar um að léleg svefngæði virðast leika stærra hlutverk en við héldum í langtíma aukningu á bólgum og geti ýtt undir neikvæðar afleiðingar sem oft eru tengdar við lélegan svefn.

Vísindamenn hafa þegar staðfest að að léleg svefngæði er áhættuþáttur í mörgum krónískum sjúkdómum þ.á.m. hjarta og æðasjúkdómum.

- Auglýsing-

Allir þátttakendurnir í rannsókninni höfðu sögu um kransæðasjúkdóm. Eins og áður sagði voru þeir í upphafi spurðir út í og beðnir um að meta svefngæði sín og svo aftur fimm árum seinna.

Frekari rannsókna er þó þörf til að varpa frekar ljósi á tengingarnar þarna á milli.

Hér má sjá frétt vefútgáfu Daily Mail um málið.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-