-Auglýsing-

Lífsstílssjúkdómar helsta ógnin

iStock 000002924146XSmallÁ hverju ári tapast 12.000 lífár vegna lífsstílssjúkdóma á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Að sögn framkvæmdastjóra SÍBS getur fólk átt von á því að sjá einkenni um lífsstílssjúkdóma upp úr þrítugu þó áhrifin komi fram síðar.

Eins og fram hefur komið voru 60% fólks sem kom í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi og öðrum þáttum, með of háan blóðþrýsting. Mælingin var í boði Hjartaheilla og SÍBS en alls komu 714 manns og náði röðin út úr húsi SÍBS í Síðumúla þegar mest lét.

Lífsstílssjúkdómar helsta ógin

Lífsstílssjúkdómar eru helsta ógn við fólk á Vesturlöndum samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO undir nafninu Global burden of disese. Þar eru teknar saman tölur um ótímabæran dauða og örorku eftir orsök í heiminum. „Þegar við teljum saman ótímabæran dauða sem rekja má til lífsstílsvenja á Íslandi, þá glatast vegna hans 12 þúsund lífár á hverju ári,“ segir Guðmundur Löve framkvæmdastjóri SÍBS. Hann segir að hér sé miðað við meðalævilíkur fólks.

Guðmundur segir að niðurstöður mælinganna gefi til kynna að heilsufar fólks sé dulinn vandi. „Við uppgötvum oft vandann ekki fyrr en hann er orðinn alvarlegur og kostnaðarsamur fyrir samfélagið. Þá er óátalin sú mikla þjáning sem einstaklingar verða fyrir í formi sjúkdóma sem hægt hefði verið að stemma stigu við í sumum tilfellum,“ segir Guðmundur.

Skimun getur breytt hugarfarinu

- Auglýsing-

Hann segir að skimun, lík þeirri sem fólkinu var boðið upp um síðustu helgi, geti leitt til hugarfarsbreytingar. „Fólk ber ábyrgð á eigin lífi og líðan. Ef fólk er meðvitað um lífsstílsbreytur eins og áfengisneyslu, mataræði, hreyfingu, svefnvenjur, tóbaksneyslu og svefnvenjur, því meiri tök á það að taka á þessum áhættuþáttum. Þeir eru undirliggjandi í 2/3 hluta dauðsfalla og drjúgum hluta örorku,“ segir Guðmundur.

Kannaðu mittismálið

Hann segir að fólk fái gjarnan fyrstu einkenni í formi of hás blóðþrýstings eða blóðsykurs. En það birtist fyrst um og eftir þrítugt. Hann bendir á að hægt sé að gera einföld sjálfspróf til þess að kanna heilsufarið. „Það er hægt að taka mittismálið, sem má vera ákveðið mikið hjá körlum annars vegar og konum hins vegar. Hjá körlum er það 102 cm, en 88 cm hjá konum, þá ertu kominn í áhættuflokk,“ segir Guðmundur.

mbl.is 01.06.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-