-Auglýsing-

Síðdegisblundur getur reynst góður fyrir hjartað

Að leggja sig um miðjan dag getur dregið úr hjartasjúkdómum,  en þetta segja vísindamenn. Grísk rannsókn, sem staðið hefur yfir sl. sex ár, hefur leitt í ljós að þeir sem leggja sig í um 30 mínútur, að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku, eigi í 37% minni hættu á því að láta lífið úr hjartasjúkdómi síðar á ævinni.

Vísindamennirnir tóku tillit til hvort fólk væru heilsuveilt, aldurs þeirra og hvort fólk væri duglegt að hreyfa sig eður ei.

Að sögn sérfræðinga getur það verið streitulosandi að leggja sig, en þá dregur blundurin úr streitueinkennum fólks.

Það er vitað að það er oftar minna um hjartasjúkdóma í þeim löndum þar sem svokallaðar „siestur“ eða síðdegisblundur er algengur heldur en í öðrum löndum, en vísindarannsóknir hafa reyndar sýnt ólíkar niðurstöður hvað þetta varðar.

Vísindamennirnir í grísku rannsókninni rannsökuðu 23.681 karla og konur á aldrinum frá 20 ára til 86 ára. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu ekki átt við hjartasjúkdóma að stríða eða við aðra alvarlega krankleika.

Frétt af mbl.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-