-Auglýsing-

“Oft best að tala við börnin”

EGILL Vagn Sigurðsson, átta ára, tók í gær við viðurkenningu frá Rauða krossinum, sem valdi hann skyndihjálparmann ársins 2006 fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu. Egill bjargaði lífi móður sinnar, Ástu Laufeyjar Egilsdóttur, í fyrra þegar hún hneig niður á heimili þeirra og missti meðvitund vegna bráðaofnæmis. Egill Vagn brást skjótt við og sótti adrenalínpenna í veski móður sinnar og sprautaði hana í handlegginn, en hringdi síðan í Neyðarlínuna 112 eftir hjálp.

Að sögn Sigurðar Viðars Ottesens neyðarvarðar liðu sex mínútur frá því að Egill Vagn hringdi í 112 uns sjúkrabíll var kominn til hans. “Það er mikið um að börn hringi í Neyðarlínuna og þá þurfum við oft að leiðbeina þeim,” segir hann. “Oft er best að ná börnunum niður þegar um er að ræða æsta innhringjendur. Oft er best að tala við börnin því þau skilja mann og við náum að stjórna símtalinu en það er mikilvægt fyrir okkur.”

-Auglýsing-

Sigurður segir börn kunna neyðarnúmerið 112 vel og þau séu ekkert feimin við að hringja. Þannig hringdi einn snáði í Neyðarlínuna í gær og óskaði starfsfólki til hamingju með 112-daginn.

Þegar Egill Vagn hringdi í 112 fór hann eftir fyrirmælum neyðarvarðar þar til sjúkrabíllinn kom. Hann hikaði hvergi og bar sig í öllu rétt að þrátt fyrir ungan aldur. Það varð móður hans til lífs að hún hafði rætt við hann um hvað þyrfti að gera ef eitthvað kæmi fyrir sig.

Í tilefni dagsins fór Egill Vagn ásamt móður sinni upp á skrifstofur Neyðarlínunnar til að skoða tölvuskjá sem starfsmenn Neyðarlínunnar nota til að leiðbeina sjúkrabíl á ferðum sínum þegar símtöl eru rakin á neyðarstað. Fékk Egill Vagn að skoða loftmynd af heimabæ sínum Svalbarðseyri.

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is

- Auglýsing-

Frétt af mbl.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-