-Auglýsing-

Neytendasamtökin vilja lög um transfitusýrur

Neytendasamtökin hafa um árabil fjallað um skaðsemi transfitusýra og hafa m.a. hvatt stjórnvöld til að setja lög líkt og gert hefur verið í Danmörku til að tryggja hag neytenda. Rannsóknir hafa sýnt að transfitusýrur eru skaðlegar heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma.

Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær var vísað í danska rannsókn sem Steen Stender framkvæmdi og benti til þess að Íslendingar borðuðu mikið magn transfitursýra. Það kemur reyndar ekki á óvart þar sem rannsókn (TRANSFAIR) sem gerð var 1995-1996 sýndi að Íslendingar komu verst út af þeim 13 Evrópuþjóðum sem tóku þátt. Íslendingar borðuðu að meðaltali 5,4 grömm af transfitusýrum á dag.

-Auglýsing-

Eins og áður segir hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á skaðsemi transfitusýra og nú síðast sent umhverfisráðherra bréf þar sem hvatt er til þess að íslensk stjórnvöld fari að dæmi Dana. Þá birtist grein um transfitusýrur og rannsóknir Stenders í Neytendablaðinu 3. tbl 2006.

Sjá nýlega grein um transfitusýrur í Neytendablaðinu.

Sjá einnig frétt Neytendasamtakanna í janúar 2007.

Frétt af heimasíðu neytendasamtakanna

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-