-Auglýsing-

Rannsókn á tíðni óvæntra skaða á íslenskum sjúkrahúsum

Fyrirhuguð er rannsókn á tíðni óvæntra skaða á sjúkrahúsum hérlendis í samvinnu Landlæknisembættisins og Landspítala-háskólasjúkrahúss, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri. Stuðst verður við sams konar aðferðafræði og notuð hefur verið við hliðstæðar rannsóknir, m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Nýja Sjálandi og Kanada.

Markmið rannsóknarinnar er að kanna tíðni óvæntra skaða á þremur sjúkrahúsum hér á landi. Söfnun upplýsinga fer fram með skoðun 1500 sjúkraskráa frá Landspítala- háskólasjúkrahúsi, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Skárnar verða fengnar með slembiúrtaki úr sjúklingabókhaldi viðkomandi stofnana.

-Auglýsing-

Unnið verður í þremur þrepum; í fyrsta áfanga skoða hjúkrunarfræðingar sjúkraskrárnar 1500 og leita að 18 skilmerkjum. Skrár þar sem eitthvert skilmerkjanna finnst halda áfram á annað þrep rannsóknarinnar. Þar meta tveir læknar skrárnar hvor í sínu lagi til að greina og flokka óvæntan skaða með hliðsjón af sérstöku matsblaði. Ef læknarnir tveir eru ekki sammála eru gögnin ásamt samantekt um ágreininginn send til tveggja annarra lækna sem fara yfir þau aftur hvor í sínu lagi (þriðja þrep) og síðan verður farið yfir álitamál á fundi þeirra tveggja.

Við mat á sjúkraskránum verða notuð ákveðin matsblöð og þar verða skráðar nauðsynlegar upplýsingar. Rannsóknin getur gefið innsýn í helstu orsakaþætti, tilurð og faraldsfræði hinna óvæntu skaða, sem er skilyrði þess að unnt sé að hefja umbótavinnu í því skyni að draga úr þeim.

Áætlaður kostnaður við rannsóknina er um 30 milljónir króna. Sótt var um styrk til RANNÍS vegna rannsóknar-
innar, en ekki reyndist unnt að veita styrk til hennar. Samkvæmt mati RANNÍS var rannsóknin þó talin „faraldsfræðilega brýn fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu, öryggi sjúklinga, öryggi starfsmanna og þar með almannaheill“. Verkefnisstjóri er dr. Sigurður Guðmundsson landlæknir.

Frétt af heimasíðu landlæknis

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-