-Auglýsing-

Öryggisvika á LSH

Öryggisvika verður á Landspítala – háskólasjúkrahúsi dagana 19. til 23. febrúar 2007. Framkvæmdastjórn tók ákvörðun um að halda þessa viku í framhaldi af málþingi Landlæknisembættisins um öryggi sjúklinga sem var 8. febrúar.

Öryggi sjúklinga fellur undir ábyrgð klínískra framkvæmdastjóra LSH sem hafa fengið aðstoð hjá deild gæðamála og innri endurskoðunar varðandi skipulagningu og framkvæmd. Tilgangur vikunnar er að vekja fólk til umhugsunar um ákveðnar staðreyndir í tengslum við “atvik” og viðbrögð við þeim og að fá umræður um viðhorf og menningu í tengslum við gæði og öryggi þjónustunnar.

Í öryggisvikunni verður fræðsluefni varðandi öryggismál sýnt á fimm geisladiskum frá “National Patient Safety Agency” í Bretlandi.

Myndirnar heita:
Að horfast í augu við staðreyndirnar,
Að breyta vinnustaðabrag,
Að skilja hvers vegna eitthvað fer úrskeiðis,
Að sporna við mistökum og
Að þróa öruggara kerfi.

Þekktir erlendir einstaklingar úr heilbrigðisþjónustu ræða í myndunum á opinskáan hátt um öryggisbrag og öryggi veittrar þjónustu. Myndirnar eru með íslenskum texta. Starfsfólk deildar gæðamála og innri endurskoðunar stýrir umræðum eftir hverja sýningu.
Þess er vænst að sem flestum starfsmönnum verði gert kleift að mæta á einhvern fundanna.

Meðfylgjandi tengill vísar á bækling um öryggisvikuna

- Auglýsing-

Frétt af vef LSH

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-