-Auglýsing-

Osturinn hollari en brauðið

Nýjar rannsóknir benda til þess að feitir ostar eru hollari en ljóst brauð, hrísgrjón eða bökuð kartafla. Öfugt við það sem menn hafa lengi haldið getur rjóminn í sósunni eða fituröndin á kjötbitanum verið hollt fyrir mann en ekki helsta orsök hjartaáfalla.

Í um hálfa öld hefur fólki verið ráðlagt að spara við sig í fitu, ekki síst dýrafitu og fitu úr mjólkurvörum. Rannsóknir nýrra rannsóknar benda til þess að þetta sé ekki endilega rétt.

-Auglýsing-

Hópur 25 alþjóðlegra vísindamanna kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar í Kaupmannahöfn í gær og þar kom fram að sú ráðlegging síðustu áratuga til almenning að sniðganga fitu hefði hugsanlega unnið meira ógagn en gagn í þeim tilfellum þar sem fólk hefði skipt fituríkum matvælum út með kolvetni á borð við hvítt brauð og sykur.

Rannsóknir leiða nú í ljós að mettuð fita er hollari fyrir hjartað en t.d. brauð. Það þýðir þó ekki að almenningur eigi nú í stórum stíl að fara að borða smjör og beikon, því það er eftir sem áður betra fyrir hjartað að skipta mettuðum fitum út með ómettaða fitu sem fæst úr plöntuolíum, grænmeti og mat sem inniheldur  mikið af trefjum, s.s. rúgbrauð. Þannig ætti fólk eftir sem áður að borða hóflega af mat sem inniheldur mikið af mettaðri fitu.

Sem dæmi nefna vísindamenn að ostur, sem margir hafa hingað til haldið að væri óhollur fyrir hjartað, geti þvert á móti haft jákvæð verndandi áhrif á hjartað. Þannig er ostur hollara álegg en t.d. sulta og salamípylsa. Eftir sem áður hvetja vísindamenn almening til þess að borða ost í hófi og benda á að ávextir og grænmeti geti oft verið betra viðbit en ostar.

Samkvæmt nýjustu ráðleggingum matvælafræðinga við Harvard háskóla er hollt að borða fisk, hnetur, ávexti og grænmeti, fitur á borð við smjörlíki, plöntuolíur og gæsafitu, ost, rúgbrauð, brún hrísgrjón og dökkt súkkulaði.

- Auglýsing-

Samtímis hvetja fræðingarnir fólk til þess að fara mjög sparlega í unnar kjötvörur á borð við salamípylsur og beikon vegna þess að þær innihalda svo mikið salt og nítrar, hugsanlega rautt kjöt, hvítt brauð, hvít hrísgrjón, kartöflur og pasta.

www.mbl.is 30.05.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-