-Auglýsing-

Orkudrykkir hækka blóðþrýstinginn

Svokallaðir orkudrykkir, sem innihalda töluvert magn af koffíni, kunna að valda hækkuðum blóðþrýstingi og hraðari hjartslætti, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísindamennirnir sem hana gerðu ráða fólki sem hefur of háan blóðþrýsting eða hjartasjúkdóm frá því að neyta orkudrykkja því að þeir geti haft áhrif á blóðþrýsting þess og breytt virkni lyfja.

Í orkudrykkjum er yfirleitt mikið magn koffíns og táríns, amínósýru sem er að finna í prótínríkum mat á borð við kjöt og fisk og getur haft áhrif á starfsemi hjartans og blóðþrýstinginn.

Þátttakendur í rannsókninni voru hraustir og meðalaldurinn 26 ár. Þeir sátu og horfðu á kvikmyndir á meðan þeir neyttu drykkjanna. Bæði hjartsláttur og blóðþrýstingur jókst, sagði stjórnandi rannsóknarinnar, James Kalus, við Henry Ford-sjúkrahúsið í Detroit.

Aukningin var þó ekki svo mikil að hún næði hættumörkum, en hún gæti skipt máli ef í hlut ætti fólk með hjartasjúkdóm eða fólk sem tekur lyf við háþrýstingi, sögðu höfundar rannsóknarinnar er þeir kynntu niðurstöður sínar á fundi Bandarísku hjartasamtakanna í Orlando á Flórída.

Kalus vildi ekki segja frá því hvaða tegund orkudrykkjar hafi verið notuð í rannsókninni, en hann sagði að innihald flestra orkudrykkja væri svipað.

Samtök drykkjaframleiðenda í Bandaríkjunum brugðust við niðurstöðunum og sögðu, að koffínmagnið í orkudrykkjum og kaffi geti valdið tímabundinni hækkun blóðþrýstings, en áhrifin séu svipuð og af því að ganga eina hæð upp tröppur.

- Auglýsing-

www.mbl.is 07.11.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-