-Auglýsing-

Jólakortasala Hjartaheilla

Jólakortasalan er hafinn hjá Hjartaheill, landssamtökum hjartasjúklinga. Félagsmenn og aðrir velunnarar samtakanna eru beðnir um að taka vel á móti sölufólkinu.

Hjartaheill hefur um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Jólakortin eru með ólíkum myndum frá ári til árs og eru tíu kort í pakka með myndum eftir listakonuna Gunnellu. Þetta er þriðja árið í röð sem Gunnella gefur samtökunum afnotarétt af listaverkum sínum til þessarar notkunar. Jólakortin í fyrra seldust vel og er greinilegt að verk Gunnellu falla landsmönnum vel í geð. Að þessu sinni er boðið upp á tvær myndir eftir listakonuna. Þær eru úr sömu seríu og fyrir síðustu jól. Þær heita Skautað í kringum snjókall og Sleðaferð.

-Auglýsing-

Jólakortin fást á skrifstofu Hjartaheilla að Síðumúla 6, Reykjavík, hjá aðildarfélögunum úti á landi og í verslunum Hagkaupa. Einnig er hægt að hringja í síma 552 5744 og panta kort eða senda tölvupóst á hjartaheill@hjartaheill.isPakkinn með 10 kortum kostar 1.000,- kr.

Jólakortasala Hjartaheilla hefur verið helsta fjáröflunarleið samtakanna til þessa. Landsmenn hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vonum við að svo verði einnig fyrir þessi jól.

www.hjartaheill.is 09.11.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-