-Auglýsing-

Hollt að vera (hæfilega) feitur

Ný rannsókn bendir til þess að það sé hollt að vera dálítið feitur, nokkur aukakíló auki lífslíkur manna. Sérfræðingar Heilbrigðismála-og sjúkdómavarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna komust að þessu eftir áralanga rannsókn, en niðurstaðan er birt í nýju tölublaði læknatímaritsins Journal of the American Medical Association.

Sérfræðingarnir segja vissulega rétt að fólki í góðum holdum sé hættara við sykursýki og nýrnasjúkdómum en holdgrönnu fólki en þetta eigi ekki við um mjög marga aðra sjúkdóma, þar á meðal krabbamein og hjartasjúkdóma. Þvert á móti.

Þeir sem séu 5-15 kílóum yfir kjörþyngd séu í minni lífshættu af ýmsum sjúkdómum og kvillum en þeir sem séu í kjörþyngd, að ekki sé minnst á þá sem séu of grannir eða akfeitir.

Þannig benda sérfræðingarnir á að hæfilega mörg aukakíló hafi lengt líf hundrað þúsund Bandaríkjamanna árið 2004, en þetta fólk hefði að líkindum dáið úr ýmsum meinum það ár hefði það verið í kjörþyngd. Þeir sem hafi svonefnt eðlilegt holdarfar séu í 40% meiri lífshættu af völdum margra sjúkdóma og kvilla en þeir sem séu í góðum aukaholdum.

Ekki eru allir á einu máli um ágæti þessarar rannsóknar. Sumir benda á að sérfræðingarnir einblíni á lífslíkur en fjalli ekkert um lífsgæði, ekki komi fram hvaða áhrif aukafita hafi á heilbrigði og sjúkdóma, aðeins líf og dauða.

www.ruv.is 09.11.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-