-Auglýsing-

„Orkudrykkir“ geta leitt til dauða

Ef áfengi og orkudrykkjum er blandað saman og neytt eða ef orkudrykkja er neytt samhliða mikilli hreyfingu getur það valdið alvarlegum hjartsláttartruflunum sem í versta falli geta leitt til skyndilegs dauðsfalls. Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun segir að samheitið orkudrykkir sé villandi heiti á drykkjum sem neytt er með það að markmiði að ná fram örvandi áhrifum. Drykkirnir innihaldi ekki meiri orku en aðrir drykkir heldur koffín og önnur virk efni eins og ginseng. Engin almenn skilgreining sé til fyrir þessa drykki sem sumir innihaldi meira magn koffíns en leyfilegt sé.

-Auglýsing-

Koffín getur haft ýmis óþægileg áhrif eins og hjartsláttartruflanir, svefnleysi og jafnvel kvíðatilfinningu ef þess er neytt í stórum stíl. Börn eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en fullorðið fólk og því þykir neysla þess óæskileg fyrir þau. Ýmsar matvælastofnanir í Evrópu hafa gefið út tilmæli um að takmarka neyslu orkudrykkja. Ungt fólk er aðal áhættuhópurinn þegar kemur að ofneyslu drykkjanna þar sem markaðssetningin beinist yfirleitt að þeim.

www.ruv.is 11.11.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-