fbpx
-Auglýsing-

Asperín gagnast körlunum helst

ASPERÍN gagnast helst karlpeningnum því nýjar rannsóknaniðurstöður benda til að verkjalyfið verndi karlmannshjartað í mun meira mæli en kvenmannshjartað. Sumar fyrri rannsóknir hafa bent til þess að lyfið geti dregið úr hjartaáfalli um allt að helming, en nú hafa kanadískir sérfræðingar við háskólann í Bresku-Kólumbíu sem sagt sýnt fram á kynjamun í þessu tilliti, að því er vefmiðill BBCgreindi frá fyrir skömmu. Þeir telja að lyfið gagnist konum síður en körlum, en mæla gegn því að konur, sem eru að taka lyfið í kjölfar hjartaáfalls, hætti að taka það.

Blóðkekkir myndast síður
Hjartaáfall á sér stað að tilstuðlan æðaþrengsla eða skemmda í æðaveggjum með þeim afleiðingum að blóðkekkir myndast sem stífla blóðflæði til hjartans. Asperín hefur þau áhrif að erfiðara er fyrir blóðkekkina að myndast sem aftur dregur úr líkum á hjartaáfalli. Þetta hefur leitt til þess að fjöldi fólks um heim allan er að taka lyfið á degi hverjum í forvarnarskyni. Það hefur þó ekki skýrt verið sýnt fram á nákvæma gagnsemi lyfsins í þessu samhengi og sumar rannsóknir hafa gefið þá niðurstöðu að ólíklegt sé að asperínið hafi yfir höfuð nokkur hjartastyrkjandi áhrif.

Morgunblaðið 12.11.2007

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-