-Auglýsing-

Neytendur borða „með hjartanu” í auknum mæli

Rannsókn bendir til þess að þegar neytendur hafa upplýsingar um aðferðir við fiskeldi kjósi þeir heldur þann fisk sem alinn er með tilliti til velferðar fisksins. Ef neytendur vita ekki hvort eldisfiskurinn sé alinn með sérstöku tilliti til velferðar fisksins eða ekki finnst þeim hins vegar hefðbundinn eldisfiskur betri.

Fjallað er um þetta á heimasíðu Matís í framhaldi af fréttum um rannsóknir stofnunarinnar á streitu í eldisfiskum. Þar kemur fram, að haustið 2006 fór fram viðamikil rannsóknin, sem var hluti af þátttöku Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, nú Matís, í SEAFOODplus verkefninu sem styrkt er af Evrópusambandinu, Markmiðið var að kanna hvort eldisþorskur, sem framleiddur var með sérstöku tilliti til dýravelferðar annarsvegar, og hinsvegar framleiddur á hefðbundinn hátt, hefðu mismunandi gæðaeinkenni.

-Auglýsing-

Einnig var gerð neytendakönnun til að kanna hvort neytendur hefðu mismunandi smekk fyrir þessum afurðum og hvort mismunandi upplýsingar um eldið hefðu áhrif á það hvernig neytendum hugnaðist afurðirnar.

Í nýjasta tölublaði Rannísblaðsins fjölluðu tveir af aðstandendum rannsóknarinnar, þær Emilía Martinsdóttir og Kolbrún Sveinsdóttir um rannsóknina. Á heimasíðu Matís segir, að í stuttu máli megi segja að niðurstöðurnar bendi til að ef neytendur vissu ekki hvort eldisfiskurinn hafði verið alinn með sérstöku tilliti til velferðar fisksins eða ekki, þá hafi þeim frekar geðjast eldisþorskur sem alinn var á hefðbundinn hátt.

- Auglýsing-

Það hafi hins vegar sýnt sig að þegar neytendur fengu upplýsingar um eldisaðferðirnar þá kusu þeir heldur þann fisk sem alinn var m.t.t. velferðar fisksins og fannst eðlilegt að fiskur sem alinn væri við slíkar aðstæður væri dýrari en hefðbundinn eldisfiskur.

„Þessar niðurstöður benda til að merkingar matvæla og hvaða upplýsingar eru gefnar á umbúðum skipti máli fyrir neytendur. Þær benda einnig til þess að fólk noti ekki eingöngu hefðbundin skynfæri er það metur fæðuna, heldur borðar einnig „með hjartanu.”” segir á heimasíðu Matís.

Heimasíða Matís

Mbl.is. 13.04.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-