-Auglýsing-

Magnyl gegn elliglöpum

HjartamagnýlEin magnyltafla á dag kann að hægja á heilahrörnun og vitsmunaskerðingu hjá eldra fólki. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sænskra vísindamanna.

Í rannsókninni var fylgst með 500 konum á aldrinum 70 til 92 ára á fimm ára tímabili. Andleg færni þeirra var mæld við upphaf rannsóknartímabilsins og við lok þess. Í ljós kom að konur sem tóku eina töflu af asperíni á dag eða hjartamagnyl vegna hættu á hjarta og æðasjúkdómum stóðu sig betur í andlegri færni og sýndu hægari hrörnun en aðrar.

Rannsóknarmenn segja hins vegar að ekki virðist sem asperínið hafi áhrif á það hverjar þróuðu með sér elliglöp. Þá er varað við aukaáhrifum af magnyl- og asperín eins og blæðingum og því að langtímaáhrif magnyl séu ókunn.

Dr. Simon Ridley yfirmaður Alzheimers rannsóknarstofnunarinnar í Bretlandi segir að niðurstaða rannsóknarinnar gefi innsýn inn í mikilvægi heilbrigðrar hjarta og æðastarfsemi fyrir andlega færni manna. Mikilvægt sé hins vegar að fólk sé ekki sjálft að skammta sér magnyl heldur sé það gert í samráði við lækna.

www.ruv.is 08.10.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-