Ráðgjafinn á hjartalif.is

eg svart hvit 2Mjöll Jónsdóttir er sálfræðingur hjartalif.is en Mjöll er starfandi á Heilsustöðinni í Skeifunni þar sem hún tekur á móti skjólstæðingum sínum. Mjöll starfrækir alhliða ráðgjafaþjónusta fyrir fullorðna með sérstakri áherslu á hjartasjúklinga og maka þeirra. Þar er hægt að sækja sálrænan stuðning og ráðgjöf í baráttunni við sjúkdóminn, lífið eftir sjúkdóminn, breytingarnar, kvíðann og allt það sem takast þarf á við eftir eigin veikindi eða veikindi maka.
 
Mjöll útskrifaðist úr sálfræðinámi frá Árósum í Danmörku í nóvember 2012.
 
Upplýsingar og tímapantanir eru hjá ritara Heilsustöðvarinnar í síma 534-8090 eða á netfangið heilsustodin@heilsustodin.is