-Auglýsing-

Hjartagátt

Þegar bráðamóttökur Landspítala voru sameinaðar í eina móttöku í Fossvogi árið 2010 var í kjölfarið ákveðið að stofna nokkurs konar hjartamiðstöð – bráðamóttöku fyrir brjóstverki, við Hringbraut. Meginstarfsemi hjartalækninga, þar á meðal hjartaþræðingastofa, legudeildir og allar rannsóknardeildir hjartalækninga, eru við Hringbraut og því augljóst hagræði af því að hafa bráðaþjónustu hjartasjúklinga á sama stað. Niðurstaðan var stofnun Hjartagáttar sem sinnir fjölþættri þjónustu við hjartasjúklinga.

Til starfsemi Hjartagáttar teljast meðal annars bráðaþjónusta við sjúklinga með einkenni frá hjarta, dagdeildarstarfsemi. innskriftarmiðstöð og göngudeildir hjartalækninga. Öll starfsemin fer fram í kjallara sjúkrahússins á einingum 10-D og 10-W.

Bráðaþjónustan er opin fyrir þá sem hafa einkenni sem geta gefið vísbendingu um hjartasjúkdóm eins og brjóstverk, mæði, hjartsláttaróþægindi eða yfirlið.

Á dagdeildinni dvelja þeir sem eru innkallaðir af biðlistum í rannsóknir og inngrip eins og hjartaþræðingu, kransæðavíkkun, brennsluaðgerðir á aukaleiðsluböndum, gangráðsísetningar og rafvendingar. Starfsemi bráðaþjónustu og dagdeildar er samtvinnuð utan dagvinnutíma.

Göngudeildarþjónustan er fjölbreytt og tekur einnig til þverfaglegrar starfsemi. Á göngudeildum hjartalækninga er lögð áhersla á að sinna sjúklingum með flókin hjartavandamál og fyrstu endurkomu þeirra sem nýlega hafa dvalið á sjúkrahúsinu.
Hjartagáttin er opin frá klukkan 08:00 á mánudagsmorgnum til klukkan 12:00 á föstudögum. Þessa daga er hún opin allan sólarhringinn. Marga hátíðisdaga er lokað en reyndar opið á rauðum dögum sem liggja ekki við helgi. Ef lokað er á Hjartagátt er bráðaþjónusta fyrir þá sem eru með einkenni frá hjarta á bráðamóttökunni í Fossvogi.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-