-Auglýsing-

Litaglaða fæðið er hollara

Leyndardómurinn við að viðhalda unglegri húð, góðri beinabyggingu, skörpu minni og við að halda sjúkdómum í fjarlægð kann að liggja í ísskápnum heima. Því litríkara mataræði sem þú velur til að setja ofan í þig þeim mun heilbrigðari ertu. Litrík fæða er nefnilega líkleg til að draga úr frumuskemmdum og styrkja hjarta- og æðakerfið. Sérhver litablær í matvælum, t.d. grænn, gulur, appelsínugulur, rauður, purpurarauður og jafnvel hvítur, vísar til ákveðinna næringarefna, sem hafa mismunandi eiginleika, að sögn efnafræðingsins Ronald Prior, sem var einn af fyrstu rannsakendum til að mæla andoxunarefni í matvælum sem eru til þess fallin að verja fólk gegn ýmsum kvillum þegar aldurinn færist yfir.

*Gult: Sætar kartöflur, gulrætur, grasker, mangó, maís og melóna innihalda karótín, sem draga úr hættu á krabbameini.

-Auglýsing-

* Grænt: Grænmeti á borð við spínat og spergilkál er fullt af næringarefnum, sem líkleg eru til að viðhalda sjóninni.

* Blátt og purpurarautt: Bláber og brómber innihalda næringarefni, sem gætu hindrað æxlismyndun og dregið úr vexti þeirra.

* Rautt: Tómatar og vatnsmelóna eru uppfull af næringarefnum, sem vernda gegn krabbameinum og hjartasjúkdómum.

* Hvítt: Blómkál býður upp á svipaða vörn gegn krabbameini og spergilkál auk þess sem kartöflur innihalda mikið af C-vítamíni. Vísbendingar eru líka um að brennisteinsefnasambönd í hvítlauk og lauk geti varið fólk gegn maga- og ristilkrabbameinum. Annar hvítur matur, t.d. kjúklingur, sjávarmeti, fituskertur ostur, egg og tófú, veitir svo mikilvægum prótínum í mataræðið.

- Auglýsing-

www.mbl.is 19.11.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-