Fimm þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins vilja að kannað verði hvort rétt sé að láta landlæknisembættið heyra beint undir Alþingi eins og Umboðsmann Alþingis og Ríkisendurskoðun. Landlæknir heyrir undir heilbrigðisráðuneytið.
Í greinargerð með tillögu þingmannanna segir að lögin takmarki valdsvið og sjálfstæði landlæknisembættisins á ýmsan hátt. Hagsmunaárekstrar geti auk þess átt sér stað milli landlæknis og ráðherra.
-Auglýsing-
Með því að styrkja stöðu embættisins gagnvart heilbrigðisstofnunum og starfsmönnum þeirra má koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, auka réttaröryggi og draga úr vantrú á eftirlit embættisins og rannsóknir þess á kvörtunum sjúklinga.
www.ruv.is 13.03.2008
-Auglýsing-