-Auglýsing-

90 hjúkrunarfræðingar sætta sig ekki við sparnað sem hættir lífi og limum sjúklinga

Erla Björk Birgisdóttir, trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga, segir að breytt vaktafyrirkomulag á skurð og gjörgæsludeildum Landspítalans lengi viðbragðstíma hjúkrunarfræðinga úr þremur mínútum í þrjátíu á nóttunni. “Undir mörgum kringumstæðum geta mínútur skipt sköpum um líf og dauða sjúklinga,” segir hún í viðtali við 24 stundir í dag.

Um 90 skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á spítalanum frá og með 1. maí. nk. vegna nýja vaktakerfisins, sem spítalayfirvöld segja tekið upp til þess að draga úr yfirvinnu. Þau segja að það sem vaki fyrir þeim sé að virða reglur um vinnuvernd og hvíldartíma.

Erla Björk segir vinnuverndarsjónarmið ekki ráða ferðinni hjá stjórnendum spítalans, heldur krafa um 100 milljóna króna sparnað eftir að fjármálaráðherra hafi ákveðið tilfærslu 100 milljóna króna frá Landspítala til svokallaðra kragasjúkrahúsa.

Hún segir hjúkrunarfræðingana ekki vilja aukna aukavinnu heldur “óbreytt fyrirkomulag og virðingu fyrir störfum okkar og lífi og limum sjúklinga okkar.”

Hingað til hafa hjúkrunarfræðingar á skurð- og svæfingadeild í Fossvogi verið á svokölluðum bundnum vöktum frá klukkan fimmtán til hálfátta. Þá hafa hjúkrunarfræðingarnir unnið fram eftir kvöldi, klárað allar fyrirliggjandi
aðgerðir og verið svo til staðar í húsinu það sem eftir lifði nætur. Þegar upp koma bráðatilvik eru hjúkrunarfræðingarnir því fljótir að bregðast við. Ekki hefur verið boðið upp á þessa þjónustu um helgar þó að margir skurð- og
svæfingahjúkrunarfræðingar hefðu viljað, heldur hafa þeir verið heima hjá sér með vaktsíma og beðið eftir kallinu. Hafa þeir þá 30 mínútur til að koma í hús.

Með breyttu vaktafyrirkomulagi mun þetta verða veruleikinn alla daga vikunnar.

- Auglýsing-

Erla Björk segist geta talið upp fjöldann allan af sjúkdómum og slysum þar sem mínútur skipta sköpum um líf og dauða sjúklinga. Hún segir engar líkur á að hjúkrunarfræðingarnir dragi uppsagnir sínar til baka þó þeir vilji auðvitað frekar vinna áfram við sitt sérsvið.

“En þetta eru allt of miklar breytingar. Bæði fyrir okkur og sjúklingana okkar.”

www.eyjan.is 13.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-