-Auglýsing-

„Stefnumótabíll“ kemur með lækni á vettvang!

ÞAÐ hefur ekki farið framhjá landsmönnum að læknir er ekki lengur á sjúkrabíl 701, neyðarbíl slökkviliðsins. Hið nýja fyrirkomulag hefur sætt harðri gagnrýni og sögðu margir unglæknar á LSH upp störfum sínum í kjölfar þessarar ákvörðunar sem tekin var í hagræðingar- og sparnaðarskyni meðal annars.

En nú hefur málið fengið nýtt sjónarhorn sem vonandi sættir hin ólíku sjónarmið.

„Stefnumótabifreið“ af Volvogerð
„Við hjá slysa- og bráðasviði LSH höfum fengið heimild hjá heilbrigðisráðuneyti til kaupa á svokallaðri „stefnumótabifreið“, sem verður Volvo-skutbíll,“ segir Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á Landspítala.

En hverju breytir þetta?
„Við höfum þá tækifæri til að senda lækni frá bráðadeildinni beint á vettvang í völdum tilfellum. Tilvikum eins og þegar um endurlífgun er að ræða eða einhver er stórslasaður og fyrirsjáanlegt er að sá slasaði verður lengi á slysvettvangi vegna þess að hann er fastur í bílflaki eða undir öðru fargi.“

Hvenær kemur bíllinn?
„Rauði krossinn, sem er rekstraraðili bifreiðarinnar, er búinn að fá hana og er að útbúa hana sérstaklega í þetta hlutverk, m.a. með tilliti til forgangsaksturs en auk þess eru einföld lækningatæki í bifreiðinni. Þessi bifreið er þó ekki hugsuð til sjúkraflutninga heldur sem farartæki læknis.“

Á þetta sér fyrirmynd erlendis?
„Já, sérstaklega í Evrópu, þetta tíðkast bæði í Danmörku, Þýskalandi, Spáni og víðar.“

Leysir þetta að þínu mati þetta erfiða mál? „Ég hygg að með tilkomu „stefnumótabifreiðarinnar“ og breyttu skipulagi á vinnulagi innan slysadeildar muni allir aðilar geta við unað. Við erum alltaf að hugsa um öryggi sjúklinganna og við teljum að með þessu fyrirkomulagi sé það varðveitt.“

- Auglýsing-

Morgunblaðið 10.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-