-Auglýsing-

Takmörkun meðferðar rædd

EKKI hefur farið mikið fyrir umræðu um takmarkanir á meðferð mikið veikra sjúklinga á Íslandi. Takmörkun á meðferð getur m.a. verið á þann veg að sjúklingur þiggi alla þá meðferð sem völ er á en fari hann í hjartastopp sé endurlífgun ekki reynd. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, segir þörf á meiri umræðu um þennan málaflokk. Umræðan er lengra á veg komin í mörgum nágrannalöndum okkar. Hann segir, að að mörgu þurfi að huga áður en ákvarðanir um slíkt séu teknar. Það sé til að mynda spurning hvenær best sé að ræða slík mál við sjúklinga. „Kannski er ekki best að ræða takmarkanir á meðferð þegar sjúklingur kemur bráðveikur inn á sjúkrahús. Æskilegt er að slíkar ákvarðanir séu ræddar með góðum fyrirvara, til dæmis ef langvinnur sjúkdómur er til staðar. Þannig geti óskir sjúklings komið skýrar fram en lykilatriði er að ákvörðun um takmörkun á meðferð sé tekin í samráði við sjúkling og aðstandendur.“

Davíð bendir á að lífsgæði sjúklinga sem hafi átt við langvinn veikindi að stríða geti verið takmörkuð eftir bráða uppákomu eins og hjartastopp. Vissulega geti oft verið erfitt að meta lífsgæði í hverju tilfelli fyrir sig en það er ekki endilega alltaf í þágu mikið veikra sjúklinga að framkvæma endurlífgun. Stundum taki aðeins við löng dvöl á gjörgæsludeild í öndunarvél og möguleg skerðing á færni vegna heilaskaða.

Bylgja Kærnested hjúkrunarfræðingur tekur í sama streng og segir það sína reynslu að sjúklingar séu ekki viðkvæmir fyrir þessari umræðu. Hún segir umræðu um takmörkun á meðferð alls ekki þurfa að vera feimnismál.

„Með vaxandi tækniframförum en um leið auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu er tímabært að opna umræðu um þessi mál,“ segir Davíð. „Það er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfók ræði opinskátt við sjúklinga hversu langt þeir vilji láta ganga í meðferð sinni ef horfur þeirra eru slæmar. Þetta getur hjálpað sjúklingnum að hafa ákveðna stjórn á framtíð sinni.“

Morgunblaðið 09.03.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-