-Auglýsing-

Lagt til að konur yfir 65 ára aldri taki aspirín

Nær allar konur í Bandaríkjunum eiga það á hættu að verða hjartveikar og læknar ættu að íhuga það að láta konur eldri en 65 ára taka aspirín á hverjum degi, að mati samtaka hjartaverndar í Bandaríkjunum, American Heart Association. Um þriðja hver bandarísk kona er hjartveik.

Hjartavernd Bandaríkjanna hefur gefið út nýjar viðmiðunarreglur fyrir konur til að koma í veg fyrir hjartveiki og hjartasjúkdóma. Konum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst klukkustund á dag og þá oft í viku, borða hollan mat og minnka við sig í fitu. Ferskir ávextir og grænmeti eiga að draga úr líkum á hjartveiki auk þess að reykja ekki, sem hingað til hefur verið ljóst.

-Auglýsing-

Ekki er mælt með því að konur taki hormónalyf eða sérhæfð lyf með mótandi áhrif á estrógenviðtaka, til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Bætiefni, t.d. E,C og fólínsýra eru ekki talin koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og ætti því ekki að taka þau í þeirri trú. Hins vegar þykir ráðlegt fyrir konur yfir 65 ára aldri að taka væga skammta af aspiríni til að draga úr kólesteróli. Frá þessu segir á vefnum News-Medical.net.

Frétt af mbl.is

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-