-Auglýsing-

Kynmök tvisvar sinnum í viku minnka líkur á hjartaáfalli um helming

Viðamikil bresk rannsókn á 1.000 karlmönnum á 16 ára tímabili leiðir í ljós að þeir sem hafa kynmök tvisvar í viku eru 45% ólíklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem hafa kynmök einu sinni í mánuði eða sjaldnar.

Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð á konum. Lengi hefur verið talið að kynlíf hafi góð áhrif á heilsu manna en hingað til hafa vísindalegar rannsóknir ekki sýnt fram á svo augljós áhrif. Talið er áhrif kynlífs á líkamsstarfsemina sem og tilfinningalegu áhrifin hafi þessi jákvæðu áhrif á heilsu hjartans. Ennfremur er álitið að þeir sem stunda kynlíf reglulega eigi í nánu tilfinningalegu sambandi sem hefur góð áhrif á hjartað.

Talið er jafnframt að þeir karlmenn sem hafa sáðlát fimm sinnum í viku, annaðhvort í kynmökum eða með sjálfsfróun eigi síður á hættu að fá krabbamein í blöðruhálskirtli.  

www.pressan.is 10.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-