-Auglýsing-

Mikil stækkun fyrirhuguð

HUGMYNDIR eru uppi um að stækka verksmiðju Actavis á Íslandi um helming. Í dag getur verksmiðjan framleitt tæpan milljarð taflna á ári, en eftir fyrirhugaðar breytingar verður framleiðslugetan 1,5 milljarðar taflna.

„Verksmiðjan hér á landi er alveg fullnýtt,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, aðstoðarforstjóri Actavis Group. Hún telur góðar líkur á að af áðurnefndri stækkun verði og að henni ljúki á þessu ári. Endanleg ákvörðun verði að líkindum tekin innan nokkurra vikna.

-Auglýsing-

Hjá Actavis á Íslandi starfa um 580 manns, en samanlagður starfsmannafjöldi fyrirtækisins er tæplega 11 þúsund í 40 löndum. Stærsti hluti starfsmanna fyrirtækisins hér á landi fæst við þróun samheitalyfja, en um 160 manns starfa í verksmiðjunni, sem er í Hafnarfirði.

Gera má ráð fyrir að starfsmönnum hér á landi fjölgi eitthvað með fyrirhugaðri stækkun verksmiðjunnar. Að sögn Guðbjargar Eddu verður fjölgun starfsmanna þó ekki í beinu hlutfalli við stækkunina, enda felist sú hagræðing sem náist fram með stækkun verksmiðjunnar meðal annars í því að hægt verði að auka framleiðsluna án þess að fjölga starfsmönnum mikið.

Actavis rekur sextán verksmiðjur víðsvegar um heiminn. Guðbjörg Edda segir að í dag sé hagkvæmast að stækka verksmiðjuna hér á landi. Íslenska verksmiðjan hafi leyfi til að framleiða flest nýrra lyfja Actavis, m.a. sökum þess að þróunarsetur fyrirtækisins er hér og því sé hægt að auka framleiðslu hraðar en í erlendu verksmiðjunum.

Eftir Hlyn Orra Stefánsson

- Auglýsing-

hlynurorri@mbl.is

Morgunblaðið 04.01.2010 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-