-Auglýsing-

Kynlíf er gott fyrir hjartað og lengir lífið

Breska heilbrigðiskerfið ráðleggur fólki sem hefur ekki tíma til að stunda líkamsrækt að stunda hana í sínu eigin rúmi. Samkvæmt grein á vefsíðu þeirra dregur kynlíf úr hættu á hjartaáföllum og verður til þess að fólk lifir lengur.

Á vefsíðunni kemur fram að endorfín sem framleiðist við fullnægingu örvar frumur í ónæmiskerfinu sem ráðast á sjúkdóma eins og krabbamein og draga úr hrukkum.

Kynlífssérfræðingar segja að ekki sé hægt að sanna þetta á vísindalegan hátt.

„Það er gott að sjá að heilbrigðiskerfið er að ýta undir kynferðislegt heilbrigði. Það eru til sannanir um að kynlíf sé gott fyrir andlega vellíðan en það er of langt gengið að segja að það sé tenging milli kynlífs og minnkandi líkum á hjartasjúkdómum og krabbameini,“ segir Melissa Sayer læknir.

Að sögn talsmanni heilbrigðiskerfisins eru þessar staðreynir byggðar á vísindalegum sönnunum en ekki bara til gamans.

Í greininni á vefsíðunni segir að kynlíf með smá orku og ímyndunarafli sé á við þjálfun hjá atvinnuíþróttamanni.

- Auglýsing-

„Kynlíf notar hvern einasta vöðvahóp, lætur hjartað og lungun vinna hörðum höndum og brennir um þrjú hundruð kaloríum á klukkustund. Reglulegt kynlíf á veturna getur orðið til þess að líkaminn kemst í form og einstaklingar yngjast í útliti,“ segir í greininni.

Enn fremur er sagt að hárið fái aukinn glansa og húðin verði mýkri út af aukinn framleiðslu endorfíns.

Því er líka haldið fram að fullnæging sendi frá sér „verkjalyf“ í blóðið sem spornar gegn flensu og minniháttar verkjum.

„Framleiðsla auka estrógens og testósteróns heldur beinum og vöðvum heilbrigðum og þér líður æðislega jafnt að innan sem utan.“

www.dv.is 23.02.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-