-Auglýsing-

Langir vinnudagar geta haft slæm áhrif á andlegt heilsufar

Langir vinnudagar geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu fólks og mögulega leitt til elliglapa. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem finnskir vísindamenn fóru fyrir. 

Vísindamennirnir rannsökuðu 2.214 opinbera starfsmenn í Bretlandi á miðjum aldri, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins. Þeir komust að því að minni þeirra sem unnu meira en 55 klukkustundir á viku væri verra en hjá þeim sem unnu 40 stunda vinnuviku.

-Auglýsing-

Rannsóknin er birt í vísindaritinu The American Journal of Epidemiology og þar segir ýmis vandamál hafi komið upp hjá þeim sem unnu mikið, t.d. varðandi skammtímaminnið og að muna orð.

Dr. Marianna Virtanen, sem fór fyrir rannsókninni, segir að ókostirnir við að vinna yfirvinnu sé eitthvað sem fólk verði að taka alvarlega.

Fram kemur að það sé ekki vitað hvers vegna langir vinnudagar geti haft neikvæð áhrif á heilann. Vísindamennirnir segja hins vegar að þetta geti til leitt til vandamála á borð við svefnleysi, þunglyndis, óheilbrigðs lífsstíls, hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta tengist mögulega streitu sem fylgi því að vinna mikla yfirvinnu.

Sjálfboðaliðarnir tóku fimm ólík próf, sem reyndu á andlega hæfni þeirra. Þetta var gert einu sinni á milli áranna 1997 til 1999 og endurtekið á milli 2002 og 2004. Þeir sem unnu mikla yfirvinnu fengu lága einkunn í tveimur af prófunum fimm, þ.e. að vega og meta rök og vinna með orðaforðann.

- Auglýsing-

Því lengri sem vinnudagurinn var því verri urðu áhrifin. T.d. sváfu þeir sem unnu lengur minna, meira var um þunglyndi auk þess sem þeir drukku meira af áfengi, miðað við það sem unnu venjulegan vinnudag.

www.mbl.is 25.02.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-