-Auglýsing-

Í framtíðinni gæti einfalt próf greint hjartaáfall áður en það gerist

BrjóstverkirDaily Mail fjallaði á dögunum um að rannsóknir bendi til að í framtíðinni verði hægt að greina með blóðprufu hvort hjartaáfall sé líklegt á næstu dögum eða vikum hjá einstaklingum.

Vísindamenn eru nú að þróa einfalt próf gert með blóðprufu sem getur gefið til kynna hvort hjartaáfall sé líklegt á næstu dögum eða vikum. Vonast er til að með því að skoða ákveðnar frumur í blóðprufu einstaklinga sé hægt að greina hvort hjartaáfall sé í bígerð. Þá sem eru síðan taldir í miklum áhættuhópi á því að fá hjartaáfall á næstu dögum eða vikum er þá hægt að meðhöndla undir eins.

-Auglýsing-

Prófessorinn Peter Khun, rannsóknarmaður, sagði „það eru ýmsar leiðir til að sjá hvort einstaklingar séu í langtíma áhættu fyrir því að fá hjartaáfall og það eru til góðar leiðir til að greina hvort einstaklingur sé nýbúinn að fá hjartaáfall en það sem við höfum ekki enn er getan til að geta sagt‚ ‚þú ert mjög líklegur til að fá hjartaáfall á næstu þremur vikum og við þurfum að gera eitthvað í því núna‘ “.

Í Bretlandi deyr einstaklingur af hjartaáfalli á um 7 mínútna fresti, en hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í Bretlandi. Einn af hverjum þremur deyr áður en hann nær á spítala.

Þetta próf, sem verið er að þróa á the Scripps Research Institute in California, einblínir á frumur sem kallast CECs sem losna þegar sprunga kemur á fitu sem er að stífla og þrengja æðarnar. Þá myndast blóðtappi sem reynir að laga skaðann en stíflar þannig blóðflæðið til hjartans og veldur hjartaáfalli. Talið er að sprunga komi á fituna hægt og því sé hægt að sjá CECs frumurnar í blóðinu dögum eða vikum áður en blóðtappinn setur af stað hjartaáfall. Af þeim 100.000 hjartaáfalla sem verða á hverju ári í Bretlandi þá byrja flest þeirra svona.

Rannsóknarteymið í Californíu notaði blóprufur til að telja fjölda CECs í blóðinu og sýndi það að það er meira af þeim í fólki sem hefur nýlega fengið hjartaáfall. Því er ljóst að með þessu er hægt að skilja að þá sem eru heilbrigðir og þá sem hafa fengið hjartaáfall. Þetta greiðir vonandi leiðina að rannsókn þar sem CECs frumur í blóðinu geta sagt til um hvort hjartaáfall er í aðsigi. Þá gætu þeir sem væru í hárri áhættu fengið meðhöndlun, til dæmis með blóðþynnandi lyfjum.

- Auglýsing-

Breskir sérfræðingar vilja þó leggja áherslu á að rannsóknir eigi eftir að sýna að þessi aðferð geti í raun greint hjá einstaklingum hvort hjartaáfall sé að fara að gerast á næstu dögum eða vikum.

Hér má lesa upprunalegu fréttina af Daily Mail.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

Tengt efni:

Ný blóðprufa gæti bjargað lífi margra kvenna 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-