-Auglýsing-

10 óvenjuleg markmið fyrir árið

Brisandi hjartaÞað er óhætt að segja að boðskapurinn í þessum pistli eigi erindi til okkar allra en þarna koma fram frábærar hugmyndir af því hvernig við getum bætt okkur sjálf, gert lífið skemmtilegra og síðast en ekki síst aukið lífsgæði okkar á þessu ári. Þennan skemmtilega pistil er að finna á vef Náttúrulækningafélagsins nlfi.is 

Nú er nýtt ár hafið og margir með mikil heit um breytinar á sínu lífi til batnaðar. Algengast er að fólk seti sér markmið með aukna hreyfingu, minna át, slökkva í rettunni og minnka alkóhólneysluna. Allt eru þetta frábær áramótheit en oft verður minna um efndir þegar líður fram á árið.
Ef það hefur gengið illa að halda hin hefðbundnu áramótaheit ættum að prófa að setja okkar önnur heit og þá sérstaklega að horfa inná við til að verða betri manneskjur og um leið að gera heiminn að betri stað.

Förum EKKI í megrun

Ef þú vissir það ekki nú þegar þá ganga megrunarkúrar ekki til lengdar og við ættum að eyða þessu orði úr íslenskri orðabók. Megrunarkúrar virka vissulega á meðan þeim stendur en ekki til lengdar. Hver nennir endalaust að vera í megrun?
Því öfgafyllri sem megrunarkúrinn er þeim mun meiri líkur eru á þú hellir þér ofan í óhollustuna þegar honum líkur. Líkaminn er oft í verra formi í lok megrunarinnar en þegar lagt var af stað í hana því viðkomandi hefur misst hluta af vöðvamassa sínum, en vöðvarnir eru  ein af öflugri brennslueiningum líkamans.
Í stað megrunnar eigum við að horfa á mataræði okkar  reyna að laga það til betri vegar án öfga s.s. með því að borða morgunmat, minnka gosdrykkju og sykurát, nota vatn sem svaladrykk og borða reglulega.

Sýnum meiri kærleik

Það vantar meiri kærleik í okkar samfélag og sést það best á samfélagsmiðlum og á okkar háttsetta Alþingi. Knúsum alla í kringum okkur og sínum kærleik í leik og starfi. Eini tilgangur þessarar tilveru er að elska og vera elskaður. Því meiri kærleik sem við gefum því meiri fáum við af honum tilbaka.

Hugum að þeim sem eldri eru

Þetta heit snýr líka að kærleikanum. Setjum okkur sem markmið að heimsækja t.d aldraða ömmu okkar einu sinnu í viku a.m.k. Öll munum við einn daginn vakna upp öldruð (ef Guð lofar) og í ellinni höfum við jafnmikla þörf fyrir samvistir með okkar nánustu eins og þegar við erum yngri.

Verum betri bílstjórar

Umferðin hér á Íslandi gengur ekki alltaf sem best og getum við öll sett okkar það markmið að vera tillitssamari og þolinmóðari í umferðinni. Keyrum t.d. hvorki of hratt né hægt, hleypum fólki yfir gangbrautar, verum glaðari undir stýri og keyrum miðað við aðstæður. Ef við gerum þetta öll þá mun tíminn sem við eyðum í bílnum verða svo miklu ánægjulegri.

- Auglýsing-

Prófum eitthvað nýtt

Lifum lífinu lifandi og látum drauma okkar rætast alveg sama hveru villtir þeir eru. Prófum  t.d. fallhlífastökk, að hlaupa afturábak, sjósund, línudans, lærum nýtt tungumál, förum á listnámskeið, lærum á hljóðfæri, byrjum að skokka með skokkhóp og hvað sem okkur dettur í hug.

Hreyfum okkur rösklega  tvisvar sinnum í viku

Ef við erum sófakartöflur og höfum verið það lengi þá er ekkert vit í því að ætla að byrja að hreyfa sig á 4-5 sinnum í viku eða jafnvel oftar.  Ef þið haldið það hreyfa ykkur rösklega tvisvar sinnum í viku í 3 mánuði má bæta við einu skipti í viku og svo koll af kolli þar til hreyfingin er orðin 5-6 skipti í viku. Þetta snýst nefnilega allt um að gera þetta að lífsstíl.
Setjum okkur raunhæf markmið og höldum þau. Þetta mun byggja upp sjálfstraust okkar og trú á því að við getum staðið við það sem við lofum okkur. Endalaus háleit  markmið sem við náum  aldrei að halda gera ekkert annað en brjóta okkur niður.

Sofum meira

Í stressi nútímans er svefninn sífellt að minnka hjá okkur. Á meðan við sofum er líkaminn að byggja sig upp og svefn er einn mikilvægast þáttur í heilbrigðu lífu. Svefnleysi getur stuðlað að þunglyndi, kvíða, offitu og ýmsum óæskilegum kvillum.
Förum snemma í bólið í stað þess að glápa á imbakassann allt kvöldið og ekki drekka kaffi eftir kvöldmat. Fullorðinir ættu að reyna að ná 7-8 klst. svefn á hverri nóttu.

Brosum oftar

Bros er besta fegrunar- og heilsuráð sem hægt er að finna. Brosum a.m.k 10 sinnum á dag. Það er fátt betra en að fá fallegt bros og getur bjargað deginum hjá mörgum. Verum ekki spör á brosið.

Verum meira við sjálf

Öll erum við einstök með okkar vonir og þrár. Alltof margir eru þó fastir í því að reyna að þóknast einhverjum öðrum og ná ekki að uppfylla sína drauma. Fyrsta og ævilanga ástarsamband okkar á að vera við okkur sjálf, því ef við elskum ekki okkur sjálf, hvernig eigum við að elska aðra?
Hræðumst ekki að láta okkur sjálf skína, við höfum jafnan rétt til þess líkt og allar aðrar 7 milljarðar sála þessarar jarðar.

Ef þú ert með fordóma gagnvart t.d þeldökku fólki eða samkynhneigðum, reyndu þá að eignast vin sem er annaðhvort af þessu eða jafnvel bæði.

Fordómar eru ekkert annað en þekkingarleysi og kannski skiljanlegt að maður hræðist eða dæmi það sem maður þekkir ekki. En enginn kynstofn er æðri öðrum á þessari jörðu, öll fæðumst við jöfn (þó kjörin séu vissulega misjöfn).
Frábær leið til að sigrast á fordómum sem eru t.d tengdir kynhneigð er að eignast til samkynhneiðan vin, með því muntu sjá að þessi einstaklingur er ekkert ólíkur þér þó kynhneigð skili ykkur að.
Þessi jörð yrði himnaríki ef við gætum útrýmt fordómum og hatri gagnvart trú, kynferði eða litarhafi.

Skrifað af Geir Gunnari Markússyni ritstjóra NLFÍ, ritstjori@nlfi.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-