-Auglýsing-

Topp 3 mataræði sem reynast vel fyrir almenna heilsu

Holl máltíðÁ dögunum sögðum við frá því mataræði í Bandaríkjunum sem væri best þegar eingöngu væri tekið tillit til hjartaheilsu, en listinn var settur var saman af U.S. News and World report sem er vefmiðill og fjallar meðal annars um heilsu.

Á hverju ári fá þeir hóp sérfræðinga til að hjálpa sér að meta þau mataræði sem mikið hefur farið fyrir síðastliðið ár. Þessi sérfræðingahópur er meðal annars með sérþekkingu á sviðum næringar, mataræðis, sálfræði, offitu, sykursýki og hjartasjúkdóma. Þeir mátu mataræðis prógrömmin á sjö sviðum. Hversu vel þau reyndust til skammtíma þyngdartaps, til langtíma þyngdartaps, hvort auðvelt væri að fylgja prógramminu, hvort næringin sem fólk innbyrgði við að fylgja þeim væri næginlega góð, hvort það væri heilsufarslega öruggt að fylgja þeim, hvernig þau reyndust sykursjúkum og hvort þau væru góð fyrir hjartaheilsu fólks.

Gerður var listi sem tók saman niðurstöður úr öllum þessum flokkum samanlegt1 2. Þetta er gert í þeim tilgangi að gera hinum almenna borgara kleift að meta hverjum fyrir sig hvað er vænlegt til árangurs og hvað ekki, með hjálp sérfræðinga.

Í fyrsta sæti hér er DASH mataræðið (e. Dietary Approaches to Stop Hypertension) sem er hannað fyrir þá sem eru með of háan blóðþrýsting, sem og til að koma í veg fyrir of háan blóðþrýsting. DASH mataræðið var hannað af Alþjóðlegu hjarta, lungna og blóð stofnuninni (e. The National Heart, Lung, and Blood Institute). Aðaláherslan í þessu mataræði er að borða mat sem inniheldur mikið prótein, kalsíum, trefjar og kalíum, en allt eru þetta mikilvæg næringarefni þegar verið er að kljást við of háan blóðþrýsting4. Til að innbyrða þessi næringarefni er best að borða mikið af grænmæti, ávöxtum, grófu korni, mjólkurvörum (helst fitsnauðum) og kjúkling. Á móti á að reyna að minnka verulega inntöku sætinda, rauðs kjöts og salts3.

Í öðru sæti var TLC mataræðið (e. Therapeutic Lifestyle Changes diet). Markmið þessa mataræðis er að lækka hátt kólestról og það er hannað af Alþjóðlegu heilsufarsstofnuninni (e. National Institute of Health). Lögð er megin áhersla á að minnka fitu verulega og þá sérstaklega mettaða fitu, en hún getur hækkað slæma kólestrólið í líkamanum en það eykur hættuna á hjartaáfalli og heilablóðfalli. Samkvæmt Alþjóðlegu heilsufarsstofnuninni er þetta mataræði gott fyrir hjartað þar sem það getur minnkað hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum5.

Í þriðja sæti eru þrjú mismunandi mataræði jöfn um titilinn. Það eru Mayo Clinic Diet, Mediterranean Diet og Weight Watchers. Ekki eru öll þessi nöfn kunnug okkur Íslendingum og því verður farið lauslega yfir hvað felst í hverju og einu prógrammi.

- Auglýsing-

Mayo Clinic Diet heitir eftir lækningastofunni „Mayo Clinic“ og mataræðið er byggt á hugmyndafræði þeirra um það hvernig skal að gera hollt mataræði að lífstíl. Mataræðið snýst um að venja sig af slæmum matarvenjum í skrefum og tileinka sér góðar matarvenjur. Þetta er gert með hjálp handbókar frá Mayo Clinic. Notast er við matar píramída þar sem áherslan er á grænmeti, ávexti og gróft korn, en allt er þetta fæði þar sem þú getur borðað mikið af en innbyrgt færri kaloríur miðað við t.d. sætindi. Handbókin þeirra leiðir fólk í gegnum lítstílsbreytinguna sem það óskar sér, hvort sem það er að léttast verulega eða halda sér í þyngd en borða samt sem áður hollari mat. Þetta mataræði uppfyllir þau mataræðis viðmið sem fræðasamfélagið hefur almennt viðurkennt sem hollt fyrir hjartað6.

Miðjarðarhafs mataræðið (e. Mediterranean Diet) leggur áherslu á að borða grænmeti, ávexti, gróft korn, belgjurtir, baunir, hnetur, ólífuolíu og bragðmiklar jurtir og krydd. Æskilegt er að borða fisk og sjávarrétti nokkrum sinnum í viku og einnig má njóta þess að fá sér ost, egg, kjúkling, jógúrt og rauðvín en þó í nokkru hófi. Rautt kjöt og sætindi skal svo aðeins njóta við sérstök tilefni. Tengsl virðast vera á milli þessa mataræðis og minnkaðrar áhættu á hjartasjúkdómum sem og þess að lækka blóðþrýsting og slæmt kólestról7.

Weight Watchers er bandarískt prógram sem felst í því að skrá á ákveðna vefsíðu hvað þú borðar. Þar er áherslan sú að heilsusamlegt mataræði sé meira en bara að telja kaloríur. Þegar þú setur inn hvað þú hefur borðað yfir daginn þá kemur fram hvað þessi matur „kostar“ samkvæmt ákveðnu punktakerfi sem þeir hafa þróað. Fjöldi punkta fer eftir því hversu mikið prótein, kolvetni, kaloríur, trefjar og fita er í matnum, og hversu erfitt það er fyrir líkamann að vinna úr matnum. Fólk er með ákveðið punkta takmark á dag eftir því hvert markmið þeirra er. Með þessu móti á fólk að verða meðvitaðra um innihald fæðunnar sem það innbyrgðir og þannig aðlagað sig að heilbrigðari lífstíl. Það virðist hafa jákvæð áhrif á heilsu hjartans og er almennt auðvelt að fylgja8.

Það mataræði sem rak lestina á þessum lista var Paleo (hellisbúa) mataræðið. Sérfræðingarnir mátu að út frá öllum flokkum, væri betra og auðveldara fyrir fólk að leita á aðrar slóðir. Þeir sögðu þó að hugmyndin væri góð ef henni væri framfylgt í þaula, en mjög erfitt væri að gera slíkt í dag9.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

Heimildir:
1. U.S. News Best Diets: How We Rated 32 Eating Plans. (2017). Sótt 13. janúar af http://health.usnews.com/health-news/health-wellness/articles/2014/01/07/us-news-best-diets-how-we-rated-32-eating-plans
2. Best Diets Overall. (2014). Sótt 13. janúar af http://health.usnews.com/best-diet/best-overall-diets
3. Dash Diet. (2014). Sótt 13. janúar af http://health.usnews.com/best-diet/dash-diet
4. U.S. Department of Health and Human Services, National Institutes of Health, National Heart, Lung, and Blood Institute. (2014). Sótt 13. janúar af http://www.nhlbi.nih.gov/health/public/heart/hbp/dash/dash_brief.pdf
5. TLC Diet. (2014). Sótt 13. janúar af http://health.usnews.com/best-diet/tlc-diet
6. Mayo Clinic Diet. (2014). Sótt 13. janúar af http://health.usnews.com/best-diet/mayo-clinic-diet
7. Mediterranean Diet. (2014). Sótt 13. janúar af http://health.usnews.com/best-diet/mediterranean-diet
8. Weight Watchers Diet. (2014). Sótt 13. anúar af http://health.usnews.com/best-diet/weight-watchers-diet
9. Best Diets Overall. (2014). Sótt 13. janúar af http://health.usnews.com/best-diet/best-overall-diets?page=4

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-