-Auglýsing-

Te talið geta minnkað líkurnar á heilablóðfalli – en einnig talið geta minnkað áhrif blóðþrýstingslyfsins Naldolol

TeMargar nýjar rannsóknir líta dagsins ljós daglega. Fréttir um tvær mismunandi rannsóknir tengdar te hafa birst upp á síðkastið. Önnur jákvæð, hin ekki svo.

Það ætti að gleðja tedrykkjufólk að niðurstöður rannsóknar sem tók saman niðurstöður margra annarra rannsókna sýndi að það að drekka þrjá bolla af te á dag getur minnkað líkurnar á heilablóðfalli um allt að 20%.

-Auglýsing-

Rannsakendur í University of California komust að því að hjá fólki sem drakk hvað mest te, þrjá bolla eða fleiri á dag, voru 20% minni líkur á að fá heilablóðfall heldur en hjá þeim sem drukku lítið eða ekkert te. Þetta er vegna þess að te verndar gegn blóðtöppum, en þeir eru dánarorsök um 200 einstaklinga á dag í Bretlandi.

Þetta sama rannsóknarteymi komst að því að svart te hefur alveg jafn mikil áhrif og grænt te. Andoxunarefni í báðum tegundum virðist vernda gegn þeim skaða á æðum sem veldur heilablóðfalli og hjartaáfalli.

Te minnkar hugsanlega áhrif sumra blóðþrýstingslyfja

Aftur á móti er önnur frétt, sem er ekki eins jákvæð fyrir tedrykkju fólk. Rannsókn gerð af japönskum rannsakendum sýndi að grænt te getur minnkað áhrif blóðþrýstingslyfsins Nadolol. Rannsakendur ráðleggja því fólki sem er að taka lyfið að forðast grænt te, og benda á að grænt te gæti einnig haft áhrif á önnur lyf.
Þessi aðvörun er sérstaklega mikilvæg fyrir fólk með háan blóðþrýsting þar sem margir færa sig yfir í grænt te frá kaffidrykkju þegar er ráðlagt að minnka inntöku koffeins.

- Auglýsing-

Rannsakendur mældu blóðþrýstingin hjá tíu heilsuhraustum konum og körlum sem höfðu tekið nadolol. Þeir gáfu þeim lyfið yfir tvö tímabil. Fyrst voru þau látin drekka um tvo bolla af grænu te á dag meðan þau tóku lyfið, og á seinna tímabilinu drukku þau vatn.

Það að drekka te virtist minnka magn lyfsins sem fór út í blóðsteymið um þrjá fjórðu hluta og þannig vera áhrifaminna en ella við að lækka blóþrýsting. Lyfið er einnig notað við óreglulegum hjartslætti og verkjum. Talið er að efni úr plöntunni sem notuð er í grænt te komi í veg fyrir að nadolol flytjist frá meltingarveginum yfir í blóðstreymið, þar sem það lækkar blóðþrýsting.

Gott getur verið fyrir einstaklinga með háan blóðþrýsting að vita að önnur lyf eins og bisoprolol og atenolol eru ekki talin verða fyrir þessum áhrif af grænu te þar sem þau virka á annan hátt en nadolol.

Hafa ber í huga að þessi rannsókn er með mjög fáa þátttakendur og ber því að taka niðurstöður hennar með miklum fyrirvara.

Ætla má að fólk hafi blendnar tilfinningar til tedrykkju í kjölfar þessara upplýsinga, en ef það er ekki á lyfinu nadolol ætti það að geta haldið tedrykkjunni áfram áhyggjulaust – og eru jafnvel að koma í veg fyrir heilablóðfall á sama tíma. Hver veit.

Frétt um fyrri rannsóknina má finna hér og seinni rannsóknina hér.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-