-Auglýsing-

Hjólreiðar sagðar valda hjartaáfalli

Ætíð hefur því verið haldið fram að hjólreiðar séu góðar fyrir heilsuna. Niðurstöður úr rannsókn, sem Dr. Tim Naweot frá Hassel háskólanum í Belgíu stjórnar, benda til annars. Samkvæmt þeim er fólk sem hjólar mikið líklegra til að fá hjartaáfall en í rannsókninni voru kannaðir áhættusamir þættir í daglegu lífi fólks, til dæmis í umferðinni. Naweot telur að ástæðan fyrir þessum óvæntu niðurstöðum vera sú að fólk sem hjólar mjög mikið í kringum mikla bílaumferð andi að sér mikilli mengun sem getur orsakað hjartaáfall.

Prófessor David Spiegelhalter, áhættusérfræðingur frá Cambridge háskólanum segir að erfitt sé að meta þá áhættuþætti sem teknir voru fyrir í rannsókninni. „Það geta verið svo misjafnar aðstæður. Sumir hjóla til vinnu í þungri umferð þar sem mengun er mikil á meðan aðrir hjóla þar sem loft er hreinna. Það er erfitt að fullyrða svona. Það eru margir aðrir þættir sem geta orsakað hjartaáfall svo sem streita, líkamleg áreynsla, reiði eða fjölskyldusaga. Þetta er allt mjög flókin blanda,” sagði Spiegelhalter og hvatti fólk um leið til þess að halda áfram að stunda sína hreyfingu og ekki hætta hjóla. Ávinningurinn að æfa utandyra er oft mun betri fyrir heilsuna heldur en að æfa innandyra í líkamsræktarstöð.

www.visir.is 25.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-