-Auglýsing-

„Einhliða og ófagleg” umræða um blóðfitulyf

Velferðarráðuneytið gerir athugasemdir við umræðu um meintar afleiðingar af breyttu fyrirkomulagi vegna greiðsluþátttöku í blóðfitulækkandi lyfjum.  Segir ráðuneytið að umræðan sé einhliða og ófagleg.

Ráðuneytið segir, að Ríkisútvarpið hafi að undanförnu birt nokkrar fréttir um breytingar á fyrirkomulagi greiðsluþátttöku í blóðfitulækkandi lyfjum sem gerðar voru fyrri hluta árs 2009. Kveikjan að þessari umfjöllun sé rannsókn, sem unnin var af nema í lyfjafræði, meðal annars undir handleiðslu Sveinbjörns Gizurarsonar, lyfjafræðiprófessors við Háskóla Íslands.

Í þessum fréttum hafi því meðal annars verið haldið fram að í kjölfar breytinganna hafi blóðfita hækkað verulega hjá stórum hópi sjúklinga sem eru á blóðfitulækkandi lyfjum og að fleiri sjúklingar fái slæma meðferð og séu í aukinni hættu á að fá hjartaáfall.

„Velferðarráðuneytið lýsir áhyggjum af óvandaðri og einhliða umfjöllun sem þessari. Dregnar eru víðtækar ályktanir og alvarlegar sem eru til þess fallnar að vekja ótta með sjúklingum. Aftur á móti er byggt á afar veikum grunni þar sem ekki er um að ræða ritrýnda rannsókn heldur eitt afmarkað nemendaverkefni sem ber að taka sem slíku og fjalla um á þeim forsendum.

Samkvæmt upplýsingum frá landlækni þekkir hann engin dæmi um alvarlegar afleiðingar á heilsufar sjúklinga sem rekja megi til umræddra breytinga á greiðsluþátttöku vegna blóðfitulækkandi lyfja. Ráðuneytið hefur einnig spurst fyrir um þetta hjá Landspítalanum og fengið sömu svör. Mikilvægt er að geta þess að þær breytingar sem gerðar voru á greiðsluþátttöku vegna umræddra lyfja fela í sér að læknum ber að beina lyfjanotkuninni að ódýrari lyfjum eftir því sem það á við. Sjúklingar fá hins vegar nýrri lyfin sem eru dýrari, meti sérfræðingar að það sé þeim nauðsynlegt til að meðferð skili árangri.

Landlæknisembættið hefur það hlutverk samkvæmt lögum að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og hafa eftirlit með henni. Velferðarráðuneytið treystir því að embættið muni hér eftir sem hingað til fylgjast með hvort breytingar á lyfjakostnaði og kostnaðarþátttöku sjúklinga í lyfjum hafi áhrif á heilsufar,” segir í yfirlýsingu velferðarráðuneytisins.

- Auglýsing-

www.mbl.is 18.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-