-Auglýsing-

Þriðjungur íslenskra lækna býr í útlöndum

Alls búa 509 íslenskir læknar í útlöndum, sem er þriðjungur allra íslenskra lækna. Í janúar síðastliðnum voru starfandi 1.071 læknir hér á landi, en þeir voru 1.157 árið 2008, samkvæmt upplýsingum frá Læknafélaginu.

Gera má ráð fyrir því að stór hluti þeirra lækna sem dvelja erlendis séu þar í námi. Eyjólfur Þorkelsson, formaður Félags almennra lækna, segir verulega erfitt að fá íslenska lækna til landsins aftur og fátt kalli þá heim þegar atvinnuástandið er eins og raun ber vitni. Það sárvanti lækna hingað til lands.

„Launin úti eru tvöföld, þreföld eða jafnvel fjórföld miðað við tekjurnar á Íslandi,” segir Eyjólfur. „Þannig að það er fátt sem kallar heim.”

Eyjólfur segir það sífellt verða erfiðara að fá unga sérfræðinga til að snúa aftur heim til Íslands eftir nám. Að sama skapi hafi verið erfitt að halda læknum í landinu, þegar atvinna er ótrygg og verðlag hækkar sífellt. Í langan tíma hefur ekki tekist að ráða í átta stöður heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Eyjólfur bendir einnig á að margir læknar séu skráðir með lögheimili hér á landi, en ferðist á milli landa til þess að vinna. Mannskapurinn sem sé starfandi hér á landi segi ekki alla söguna.

„Þá spyr maður sig, hversu lengi gengur það áður en fólk fer alfarið?” segir Eyjólfur. „Það eru mörg óveðurský á lofti, en auðvitað vonar maður að stjórnvöld sjái hvert stefnir áður en allt fer í óefni.”

Eyjólfur segir sérstaklega skorta yngstu læknana, frá aldrinum 30 til 45 ára. Eftir 10 ár fari meirihluti þeirra lækna sem eru starfandi á eftirlaun og þá verður erfitt að manna þær stöður verði engin breyting á.

- Auglýsing-

„Fólk er að fara fyrr út og kemur seinna eða yfirhöfuð ekki heim,” segir Eyjólfur. „Það er kannski stærsti vandi heilbrigðiskerfisins núna.”

sunna@frettabladid.is

www.visir.is 28.02.2011

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-