-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – Má ég kynna Bjart

Bjartur í grænum gróðri.

Fyrir stuttu síðan þá tilkynnti ég það hér að Blíðfinnur sem ég hef hjólað á síðustu tvö árin væri á sölulista þar sem ég væri kominn með augastað á nýju hjóli.

Blíðfinnur eða Bóbó eins og ég kallaði hann fór á góðan stað með öfluga hjartatengingu þar sem áfram verður hjólað fyrir hjartað. Ég efast ekki um að hann á eftir að færa nýjum eigenda mikla og ómælda gleði í framtíðinni.

Ástæðan fyrir því að ég fór að skipta var sú að þegar maður er duglegur að hjóla þarf að endurnýja oftar. Auk þess hafði ég verið smá vandræðum með hjartsláttinn sem átti það til að rjúka upp af litlu tilefni þegar ég var að hjóla og var það bæði óþægilegt og eitthvað sem ég þarf að passa vel upp á. Í mínu tilfelli þá er ekki æskilegt að púlsin hjá mér fari mikið yfir 140-150 slög í langan tíma og ef púlsin myndi slá í 170 þá myndi gangráðurinn/bjargráðurinn grípa inn í og gefur mér stuð og það væri ekki gaman. Ég er þess vegna með Garmin úrið stillt þannig að þegar púlsin slær í 150 gefur það mér hljóðmerki og ég þarf þá annaðhvort að hægja á mér eða hreinlega stoppa til að ná honum niður. Það er nefnilega þannig að eftir að ég stoppa heldur hann áfram að hækka svolitla stund og hefur það komið nokkrum sinnum fyrir að ég hef verið ískyggilega nærri 170 slögum sem er ekki gott. Nú er það svo að sökum hjartabilunarinnar minnar verð ég að fá mikinn stuðning af rafmótornum og hjólaði því mest í turbo stillingu sem er mesti stuðningur en það dugði ekki alltaf til á gamla hjólinu.

-Auglýsing-

Rafhlöðustærð og tog

Það var því úr vöndu að ráða hvernig væri hægt að hjálpa mér við að leysa þennan vanda. Nú ætla ég að vera pínu tæknilegur😊. Blíðfinnur var með 500 W rafhlöðu sem gerði það að verkum að stundum kom það fyrir að ég átti ekki mikið eftir af rafmagni ef það var mótvindur og orkunotkun mikil. Annað með Blíðfinn var að mótorinn hafði tog upp á 65 Nm og stundum fannst mér vanta aðeins upp á stuðninginn frá mótornum í brekkum og í mótvindi þar sem hjartað í mér leyfir ekki mikil átök. Venjuleg manneskja myndi sennilega varla taka eftir þessu. Auðvitað hefur þetta líka dálítið að gera með að mér hleypur stundum kapp í kinn og það hjálpaði mér ekki heldur.

Ég fór þess vegna að skoða og niðurstaðan varð sú að ég fann hjá vinum mínum í TRI á Suðurlandsbraut fagurgænan fák með 750 W rafhlöðu og mótor sem var með tog upp á 85 Nm. Það er skemmst frá því að segja að ég prófaði fákinn og féll í stafi. Í sólinni kom í ljós að græni liturinn var með sanseringu sem gerði það að verkum að það glitraði á hann og liturinn varð bjartur. Þar með var nafnið á fákinn komið og Bjartur skyldi hann heita.

Við Bjartur erum búnir að vera úti að leika síðan og það er stórkostleg upplifun að hjóla á viðlíka hjóli. Ég finn mikinn mun á kraftinum og snerpunni og brekkur eru mikið auðveldari viðureignar og þetta virðist auk þess skila því að líkurnar á því að ég missi púlsinn of hátt upp hafa minnkað verulega. Það virðist því vera þannig að öflugri mótor bæti mér upp það sem upp á vantar í afkastagetu hjartans. Hjólatúrinn er tóm skemmtun og í hverri ferð kynnist ég nýjum eiginleikum og er að læra betur á stjórntækin sem hafa mikla möguleika við að hjálpa mér við hjólreiðarnar.

Bjartur er mjúkur og fer vel með mig og við félagarnir erum fullir tilhlökkunar og komum til með að hjóla fyrir hjartað í sumar með gleði í hjarta og sól í sinni.

- Auglýsing-

Gott hjólasumar.
Björn Ófeigs. og Bjartur

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-