-Auglýsing-

Hjartafrumur úr húð

Vísindamönnum hefur tekist að breyta húðfrumum úr hjartasjúklingum í heilbrigðar hjartafrumur. Vonast er til að aðferðin geti markað tímamót í meðferð þeirra sem eru með hjartabilun. Nýju frumurnar slá eins og heilbrigður hjartavöðvi og minna á hjartafrumur í ungbörnum. 

Aðferðin hefur hingað til aðeins verið reynd á rottum og áratugur gæti liðið áður en hægt verður að græða slíkar frumur í fólk. Vonir standa til að aðferðin geti markað tímamót í læknismeðferð fólks með hjartabilun.

Lior Gepstein er prófessor í hjartalækningum við háskólann í Haifa í Ísrael þar sem unnið hefur verið að rannsókninni. Hann segir að nú sé hægt að taka húðfrumur úr eldri sjúklingum, en áður hefur verið gert og skapa nýjar hjartafrumur á rannsóknarstofu. Þær minni á hjartafrumur í ungbarni og slái eins og hjarta.

Þetta hefur tekist með frumur úr tveimur miðaldra karlmönnum sem fengið höfðu hjartaáfall. Vel tókst til þegar frumurnar voru græddar í rottur og þar slógu þær í takt við frumurnar sem fyrir voru. Vonir standa til að með tímanum verði hægt að hjálpa fjölmörgum sjúklingum með hjartabilun.

Í raun má segja að gangi allt eftir verður hægt að yngja upp hjörtu fólks. Með því að notast við húðfrumur úr sjúklingunum sjálfum er vonast til að líkami þeirra hafni þeim ekki. Grein um rannsóknina hefur verið birt í tímaritinu European Heart Journal.

www.ruv.is 23.05.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-