-Auglýsing-

Hjartaheill mótmælir Þjónustuskerðingu

hjartaheillmerkiFundur í stjórn Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, haldinn 15. maí 2012, lýsir andstöðu sinni við og harmar þá skerðingu á þjónustu við hjartasjúklinga sem nú blasir við á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í sumar.

Lokun göngudeildar fyrir kransæðasjúklinga er mjög mikil þjónustuskerðing en þar hafa sjúklingar fengið mikinn stuðning við að átta sig á veikindum sínum og hvernig þeir þurfa að breyta lífsstíl sínum eftir aðgerð, fræðslu um hjartasjúkdóma, meðferð við sjúkdómnum og um lyfjanotkun sem gerir fólki auðveldara að komast aftur út í atvinnulífið.

-Auglýsing-

Þeir sem greinast með kransæðasjúkdóm liggja oftast stutt á legudeild og þar gefst lítil tími til fræðslu þar sem vinnuálag er mjög mikið. Á göngudeildinni fengu þessir einstaklingar mikinn stuðning í allt að ári eftir útskrift með ráðleggingum um breyttan lífsstíl og eftirlit með líðan. Nú verður þessi mikilvægi þáttur heilbrigðisþjónustunnar felldur niður. Þá verður þjónustutími Hjartagáttarinnar á LSH við Hringbraut styttur og sjúklingum beint á Bráðamóttökuna í Fossvogi með óþægindum fyrir sjúklinga.
Þessu mótmæla samtökin harðlega og skora á stjórnvöld og stjórnendur spítalans að endurskoða þessa ákvörðun.

„Hjartagáttin“ var stofnuð á LSH við Hringbraut fyrir tveimur árum þegar til stóð að færa alla bráðamóttöku spítalans í Fossvoginn. Átti Hjartaheill aðild að þeirri ákvörðun. Þar hefur verið mikil og öflug starfsemi s.s. bráðamóttaka hjartasjúklinga, göngudeildir lækna, göngudeild hjartabilunar, göngudeild kransæða og dagdeild þar sem fólk liggur sem kemur í rannsóknir og hjartaþræðingar. Frá upphafi hafa verið mun fleiri bráðakomur en búist var við og þær eru um 13% fleiri fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við árið 2011. Fyrir því eru vafalaust margar ástæður s.s. að nú þekkja hjartasjúklingar betur hvert þeir eiga að leita þegar bráð vandamál koma upp, aðgengi að læknum úti í bæ getur verið erfitt því það er oft löng bið, aukinn kostnaður fyrir sjúklinga o.fl. Göngudeildirnar, sérstaklega göngudeild hjartabilunar, hafa aukið afköst sín til mikilla hagsbóta fyrir hjartasjúklinga. Þegar Hjartagáttin var stofnuð var ljóst að Lyflækningasvið hafði ekki mikla peninga til þess að reka hana. Nú er staðan hjá spítalanum þannig að ekki er hægt að sinna allri þessari bráðnauðsynlegu starfsemi miðað við það rekstrarfé sem úthlutað er. Því blasir við að draga þarf starfsemina saman sem ekki er auðvelt án umtalsverðrar þjónustuskerðingar þar sem að frá upphafi hefur verið sparað á öllum sviðum. Aðgerðir þær sem fyrirhugað er að grípa til, svo ná megi þeim sparnaði sem krafist er, eru eftirfarandi:
• Um næstu mánaðamót lokar Hjartagáttin klukkan 16 á föstudögum í stað klukkan 20. Opið er allan sólarhringinn frá klukkan 8 á mánudögum til klukkan 16 á föstudögum. Lokað um helgar og hátíðir nema frídagarnir séu stakir og inni í miðri viku.
• Göngudeild kransæðasjúklinga verður lokað sem er mjög mikil þjónustuskerðing. Þeir sem greinast með kransæðasjúkdóm liggja stutt á legudeild og eru varla búnir að átta sig á veikindum sínum og hvernig þeir þurfa að breyta lífsstíl sínum þegar þeir eru útskrifaðir. Lítill tími gefst til fræðslu á hjartadeildinni þar sem vinnuálag er mikið. Á göngudeildinni fengu þessir einstaklingar mikinn stuðning í allt að ári eftir útskrift með ráðleggingum um breyttan lífsstíl og eftirlit með líðan.

Þetta er í raun óviðunandi ákvörðun þó hún sé ef til vill óhjákvæmileg miðað við óbreyttar fjárveitingar þar sem nauðsynlegt er að forgangsraða og leggja verður höfuðáherslu á reka áfram nauðsynlega bráðaþjónustu.

Guðmundur Bjarnason
_____________________________________________
Guðmundur Bjarnason formaður
stjórar Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga

- Auglýsing-

www.hjartaheill.is 18.05.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-