fbpx
-Auglýsing-

Ferðaþjónustubóndi bjargaði lífi 27 ára konu

Snör viðbrögð Vilhjálms Vernharðssonar, ferðaþjónustubónda á Möðrudal á Fjöllum og björgunarsveitarmanns, urðu 27 ára konu til lífs. Konan, sem er erlend, var á ferðalagi á svæðinu í fyrra þegar hún hneig skyndilega niður og fékk endurtekna krampakippi sem stóðu yfir í eina til tvær mínútur. 

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Læknablaðsins og er þar minnt á mikilvægi þess að kunna hjartahnoð.
„Auðvitað líður manni ekkert vel þegar svona kemur upp á þó svo maður kunni þetta auðvitað. Maður hefur farið á námskeið og þetta tókst í þetta skiptið. En það er mikið stress í gangi þegar kona deyr í fanginu á manni í raun og veru,“ sagði Vilhjálmur um málið í fréttum RÚV á þriðjudag en atvikið varð á tjaldsvæðinu á Möðrudal sem er eins fjarri heilbrigðisþjónustu og hugsast getur.
Vilhjálmur hringdi á sjúkrabíl sem kom frá Mývatni og sótti konuna. Vilhjálmur hnoðaði hana í bílnum, eða allt þar til hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Í fréttum RÚV sagði Bjarni Árnason, deildarlæknir á bráðadeild Landspítalans, að enginn vafi leiki á því að Vilhjálmur hafi bjargað lífi konunnar. Í raun hafi tvennt orðið henni til lífs; fólk varð vitni að því þegar hún hneig niður og byrjað var á hjartahnoði strax. Segir Bjarni að það geti skilið milli lífs og dauða ef byrjað er að hnoða ef einstaklingur hnígur niður og hjarta hættir að slá.

www.dv.is 09.05.2012

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-