-Auglýsing-

32 milljónir í viðbót of feitar 2030

iStock 000005374200 ExtraSmallAð óbreyttu verða 32 milljónir Bandaríkjamanna í viðbót of feitar árið 2030, þá verða 42 prósent þjóðarinnar of feit. Þetta er staðhæft í nýrri skýrslu Heilsuverndarstofnunar Bandaríkjanna, en hún er birt í nýju tölublaði læknaritsins American Journal of Preventive Medicine. 

Þar kemur einnig fram að eftir 18 ár verða 11 prósent Bandaríkjamanna akfeit, eða 50 kílóum þyngri en eðlilegt sé. Þessari gríðarlegu aukafitu fylgi svo margir alvarlegir sjúkdómar; svo sem hjarta- og æðasjúkdómar og sykursýki. Heilbrigðiskostnaður vegna þessara 32 milljóna sem bætist í offituhópinn á næstu 18 árum muni nema 550 milljörðum dollara, jafnvirði um 69.500 milljarða króna.

Í skýrslunni kemur fram að þegar séu tveir þriðju Bandaríkjamanna of þungir, þriðjungur glími við offituvanda. Þá séu 17 prósent barna og ungmenna vestan hafs alltof feit.

www.ruv.is 08.05.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-