-Auglýsing-

Hjartað stýrir öldrun heilans

Ef hjartað er sterkt og í góðri þjálfun getur það hægt á öldrun heilans, segja bandarískir vísindamenn.

Rannsóknarhópur í háskólanum í Boston hefur fundið út að fólk með lélegt hjarta sem dælir minna blóði en sterk hjörtu líta út fyrir að hafa „eldri“ heila í heilaskönnun en aðrir.

Eftir að hafa rannsakað 1.500 manns komst hópurinn að því að heilinn minnkar eftir því sem fólk eldist.

Lélegt ástand hjarta- og æðakerfisins getur flýtt fyrir öldrun heilans um tvö ár að meðaltali, segir í grein í vísindatímaritinu Circulation.

Þessi tengsl milli hjarta og heila má sjá jafnt í fólki á fertugsaldri, án þess að það eigi við hjartasjúkdóm að stríða, sem og eldra fólki. 

www.mbl.is 03.08.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-